Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Akstursáætlun Heiðarskóla 2021-2022
2008025
Akstursáætlun 2021-2022.
Fræðslunefnd samþykkir akstursáætlun Heiðarskóla 2021-2022.
2.Erindi til Fræðslunefndar
2110029
Erindi frá Heiðarskóla.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja 19% tímabundna aukningu stöðugildi stuðningsfulltrúa frá 27. október 2021 til 31. janúar
2022.
2022.
3.Samstarf skóla og byggðasafnsins
2110033
Erindi frá Byggðasafninu í Görðum.
Fræðslunefnd óskar eftir því við skólastjórn Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar að skipa áhugasaman aðila sem fulltrúa skólasamfélags Hvalfjarðarsveitar í starfshóp um mótun safnfræðslu inna Byggðasafnsins í Görðum.
4.Erindi frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
2109017
Erindi frá stjórn foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á við sveitarstjórn að gera ráð fyrir fjármagni í eftirfarandi ábendingar frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022:
-
Fjölgun daga í Frístund Heiðarskóla? úr fjórum dögum í viku í fimm frá og með 4. janúar 2022.
-
Frístund Heiðarskóla verði opin á skertum skóladögum (skv. skóladagatali)
-
Breytingar á akstursáætlun sem gerir ráð fyrir að skólabíll stoppi einnig við gamla pósthúsið við Kirkjubraut á Akranesi.
- Starfstími Frístundar fylgi skóladagatali.
- Að gert verði ráð fyrir frístundastarfsemi/leikjanámskeið á vegum Frístundar Heiðarskóla tvær vikur að vori eftir skólaslit og tvær vikur að hausti fyrir skólasetningu.
-
Fjölgun daga í Frístund Heiðarskóla? úr fjórum dögum í viku í fimm frá og með 4. janúar 2022.
-
Frístund Heiðarskóla verði opin á skertum skóladögum (skv. skóladagatali)
-
Breytingar á akstursáætlun sem gerir ráð fyrir að skólabíll stoppi einnig við gamla pósthúsið við Kirkjubraut á Akranesi.
- Starfstími Frístundar fylgi skóladagatali.
- Að gert verði ráð fyrir frístundastarfsemi/leikjanámskeið á vegum Frístundar Heiðarskóla tvær vikur að vori eftir skólaslit og tvær vikur að hausti fyrir skólasetningu.
5.Skólastefna - endurskoðun.
1706003
Skólastefna Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd óskar eftir því við sveitarstjórn að gerður verði viðauki að upphæð kr. 500.000. - vegna aðkeyptrar þjónustu við gerð og framsetningu skólastefnu sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
6.Leikskólaúttekt - Styrking leikskólastigsins
2110026
Skýrsla starfshóps.
Leikskólastjóri fór yfir skýrsluna og dró fram atriði sem rekstaraðilar leikskóla eru ábyrgðaraðilar fyrir. Fræðslunefnd þakkar Eyrúnu fyrir yfirferðina.
7.Fjárhagsáætlun 2022 -Fræðslunefnd
2110035
Kynning á fjárhagsáætlun 2022.
Skólastjórnendur fóru yfir vinnu við fjárhagsáæltun leik- og grunnskóla fyrir árið 2022.
8.Skólaþing sveitarfélaga 8. nóvember 2021
2110028
Skólaþing sveitarfélaga.
Fræðslunefndarfulltrúum bent á eftirfarandi málþing og þeir hvattir til þátttöku.
9.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
2110015
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að haldinn verði sameiginlegur fundur fræðslunefndar, fjölskyldunefndar og sveitarstjórnar varðandi innleiðingu laganna
10.Þingsályktun- um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021-2025.
2110027
Erindi frá Forsætisráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Mál nr. 1706003 - Skólastefna Hvalfjarðarsveitar. Málið verður nr. 5 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Brynjólfur Sæmundsson boðaði forföll.