Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Skóladagatal Skýjaborgar 2021-2022
2102120
Beiðni um breytingu á skóladagatali 2021-2022.
Fræðslunefnd samþykkir að gera breytingu á skóladagatalið Skýjaborgar er snúa að tilfærslu á skipulagsdegi sem verður þá 20. september 2021 í stað 20. apríl 2022.
2.Starfsáætlun Heiðarskóla 2021-2022-drög
2109014
Starfsáætlun 2021-2022.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2021-2022 með fyrirvara um samþykki skólaráðs.
3.Skólanámskrá sameiginleg - Skýjaborg 2021-2022
2109016
Skólanámskrá Skýjaborgar.
Fræðslunefnd samþykkir skólanámskrá Skýjaborgar 2021.
4.Skólanámskrá sameiginleg - Heiðarskóli
2109015
Skólanámskrá Heiðarskóla.
Fræðslunefnd samþykkir skólanámskrá Heiðarskóla 2021.
5.Erindi frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
2109017
Erindi frá foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið og felur frístunda- og menningarfulltrúa í samstarfi við formann fræðslunefndar að svara því. Fræðslunefnd vill jafnframt nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórn foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir vel unnin störf og gott og gefandi samstarf.
6.Svarbréf um skólaakstur í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
1810038
Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar.
7.Frístundastarf í Heiðarskóla
2109013
Gæði frístundaheimila.
Fræðslunefnd leggur til að farið verði í frekari stefnumótun um frístundastarf í Heiðarskóla. Formanni og frístunda- og menningarfulltrúa falið að koma með tillögu að útfærslu fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Mál nr. 2109017 Erindi frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Málið verður nr. 5 á dagskránni verður það samþykkt.
Samþykkt.