Fræðslunefnd
Dagskrá
Brynjólfur Sæmundsson boðaði forföll.
1.Skóladagatal Skýjaborgar 2021-2022
2102120
Drög- Leikskóladagatal 2021-2022.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Skýjaborgar fyrir skólaárið 2021-2022.
2.Skóladagatal Heiðarskóla 2021-2022
2102122
Drög - Skóladagatal Heiðarskóla 2021-2022.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Heiðarskóla fyrir skólaárið 2021-2022.
3.Tímaúthlutun í Heiðarskóla 2021-2022
2104014
Óskir um tímaúthlutun í Heiðarskóla.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja kennslustundaúthlutun í Heiðarskóla fyrir skólaárið 2021-2022.
4.Stöðugildi í Skýjaborg 2021-2022
2104015
Áætlaður barnafjöld og starfsmannaþörf í Skýjaborg.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja áætlaða starfsmannaþörf í Skýjaborg fyrir skólaárið 2021-2022.
5.Heiðarskóli-Tillaga að breyttu tímaskipulagi 2021-22
2004013
Tilraunaverkefni Heiðarskóla-staðan og framhald verkefnisins.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins þar til álit frá skólaráði og foreldrafélaginu hefur borist.
6.Stytting vinnuvikunnar
1805019
Samantekin niðurstaða.
Samantekin niðurstaða.
Markmið tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg var að fjölga leikskólakennurum og bæta starfsskilyrði í leikskólanum. Verkefnið hefur staðið í þrjú ár og hefur þróun þess verið fylgt eftir með reglulegri yfirgerð á matsviðmiðum. Samkvæmt niðurstöðum frá apríl 2021 hefur leikskólakennurum fjölgað verulega á tímabilinu og starfsfólk mjög ánægt með verkefnið og áhrif þess á heilsu, vellíðan, starfsanda, þjónustu og álag í starfi. Önnur áhrif verkefnisins eru aukinn sveigjanleiki til að takast á við forföll og annað óvænt sem upp getur komið í daglegu starfi og er forfallakostnaður í algjöru lágmarki. Jafnframt hefur dregið verulega úr kostnaði vegna skammtímaveikinda.
Að mati fræðslunefndar hefur verkefnið í heild sinni verið árangursríkt og hefur skilað sér á jákvæðan hátt inn í starfsemi Skýjaborgar. Fræðslunefnd leggur því til við sveitarstjórn að fyrirkomulag um styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg haldist óbreytt en að stöðumat fari fram á tveggja ára fresti þá næst fyrir 30. júní 2023.
Markmið tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg var að fjölga leikskólakennurum og bæta starfsskilyrði í leikskólanum. Verkefnið hefur staðið í þrjú ár og hefur þróun þess verið fylgt eftir með reglulegri yfirgerð á matsviðmiðum. Samkvæmt niðurstöðum frá apríl 2021 hefur leikskólakennurum fjölgað verulega á tímabilinu og starfsfólk mjög ánægt með verkefnið og áhrif þess á heilsu, vellíðan, starfsanda, þjónustu og álag í starfi. Önnur áhrif verkefnisins eru aukinn sveigjanleiki til að takast á við forföll og annað óvænt sem upp getur komið í daglegu starfi og er forfallakostnaður í algjöru lágmarki. Jafnframt hefur dregið verulega úr kostnaði vegna skammtímaveikinda.
Að mati fræðslunefndar hefur verkefnið í heild sinni verið árangursríkt og hefur skilað sér á jákvæðan hátt inn í starfsemi Skýjaborgar. Fræðslunefnd leggur því til við sveitarstjórn að fyrirkomulag um styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg haldist óbreytt en að stöðumat fari fram á tveggja ára fresti þá næst fyrir 30. júní 2023.
Fundi slitið - kl. 18:30.