Fara í efni

Fræðslunefnd

24. fundur 21. janúar 2021 kl. 16:30 - 17:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Berglind Jóhannesdóttir varamaður
  • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:
Mál nr. 2101029 - Stuðningur við starfsfólk leikskóla með erlendan bakgrunn - Erindi frá Menntavísindasviði.
Málið verður nr. 5 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt einróma.

1.Stefna Skýjaborgar í að mæta sértækum þörfum barna

2010060

Drög- Stefna í stuðnings- og sérkennslumálum fyrir leikskólan Skýjaborg.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stefnu Skýjaborgar í stuðnings- og sérkennslumálum með áorðnum breytingum.

2.Umbótaáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2017-2021.

2005015

Umbótaáætlun Heiðarskóla 2021.
Það staðfestist hér með að umbótaáætlun sveitarfélagsins og Heiðarskóla í kjölfar úttektarskýrslu á starfsemi skólans er lokið. Líkt og fram kemur í svari skólastjóra eru samt sem áður margir matsþættir í viðvarandi vinnslu og verða áfram metnir í sjálfsmati skólans. Umbótavinnan hefur gengið mjög vel og hefur verið faglega unnin af starfsfólki skólans. Úttektin hefur verið mjög gagnleg fyrir sveitarfélagið og skólastarfið í Heiðarskóla.

3.Skólastefna - endurskoðun.

1706003

Endurskoðun á skólastefnu Hvalfjarðarsveitar 2016-2019.
Í gangi er endurskoðun á skólastefnu Hvalfjarðarsveitar. Staða vinnunnar var kynnt fyrir nefndarmönnum. Liður í endurskoðuninni er að óska eftir yfirlestri og álitum frá hagsmunaaðilum, starfsfólki skólanna, foreldrum, börnunum sjálfum og nefndum sveitarfélagsins sem málin varða, á nokkrum stigum málsins. Fræðslunefnd óskar eftir því að skólastefnan fari til yfirlestrar og umsagnar í Fjölskyldu- og frístundanefnd og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd um þá hluta er snúa að þeim nefndum.

4.Barnafjöldi - starfsmannafjöldi í Leik- og grunnskóla 2021

2101016

Kynning á barna og starfsmannafjölda í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Skólastjórar fara yfir breytingar á nemendafjölda og starfsmannahaldi.

5.Stuðningur við starfsfólk leikskóla með erlendan bakgrunn - Erindi frá Menntavísindasviði

2101029

Kynning á verkefni frá Menntavísindasviði.
Lagt fram til kynningar og leikskólastjóra falið að kanna áhuga hjá sínu starfsfólki.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Efni síðunnar