Fara í efni

Fræðslunefnd

20. fundur 27. ágúst 2020 kl. 16:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Bára Tómasdóttir varaformaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Andrea Ýr Arnardóttir áheyrnafulltrúi
  • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Skóladagatal Skýjaborg 2020-2021.

2002034

Ósk um breytingu á leikskóladagatali 2020-2021.
Fræðslunefnd samþykkir ósk um breytingar á leikskóladagatali 2020-2021 sem felur í sér færslu á skipulagsdegi frá 26. apríl 2021 til 10. september 2020.

2.Skóladagatal Heiðarskóla 2020-2021.

2002033

Skóladagatal Heiðarskóla.
Fræðslunefnd samþykkir ósk um breytingar á skóladagatali Heiðarskóla 2020-2021 sem felur í sér færslu á viðtalsdegi frá 30. september til 13. október 2020 sem kemur til vegna breytinga á dagsetningu samræmdra prófa.

3.Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags

2008026

Umsókn utan lögheimilissveitarfélags.
Afgreiðslu málsins frestað. Frístunda- og menningarfulltrúa er falið að afla frekari gagna.

4.Skólapúlsinn 2019

1805031

Breyting á fyrirlögn.
Fræðslunefnd styður hugmynd skólastjóra um breytingar á fyrirlögn Skólapúlsins.

5.Ársskýrsla Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2019-2020

2008024

Lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinagóða skýrslu um metnaðarfullt og faglegt skólastarf í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar skólaárið 2019-2020. Sérstaklega vill fræðlsunefnd þakka starfsfólki fyrir fumlaus vinnubrögð í kjölfar Covid-19 takmarkana á vordögum 2020.

6.Akstursáætlun Heiðarskóla 2020-2021

2008025

Kynning á skólaakstri.
Akstursáætlun var lögð fram til kynningar.

7.Upplýsingar í upphaf skólaárs í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

2008027

Upplýsingar í upphafi skólaárs í Leik- og grunnskóla.
Skólastjórnendur fóru yfir skipulag, starfsmannahald og nemendafjölda í Skýjaborg og Heiðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021.

8.Takmarkanir vegna Covid

2008028

Vinnubrögð í Leik- og grunnskóla vegna Covid.
Skólastjórnendur kynntu fyrir nefndinni hvernig takmörkunum vegna Covid-19 er háttað í Leik- og grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar