Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018
Dagskrá
Berglind Jóhannesdóttir og Björn Páll Fálki Valsson boðuðu forföll.
1.Umsókn úr afreksstyrktarsjóði
1803039
Umsóknin er í samræmi við reglur. Nefndin samþykkir 75.000 kr framlag til umsækjanda.
2.Skóladagatal leik - og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2018-2019
1802020
Nefndin samþykkir framlögð skóladagatöl fyrir leik-og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir skólaárið 2018-2019.
3.Reglur Hvalfjarðarsveitar til að styðja við nema í leikskólakennarafræðum í grunn- og framhaldsnámi
1803040
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar reglur.
4.Erindi frá Guðrúnu Döddu Ásmundardóttur til fræðslu - og skólanefndar er varðar samskiptavanda barna í Heiðarskóla
1803041
Nefndin þakkar Guðrúnu Döddu fyrir erindið. Skólastjóri kynnti aðgerðaráætlun sem skólinn fer í á næstu vikum. Heiðarskóli er kominn í samstarf við Erindi sem eru samtök um samskipti og skólamál til að vinna að bættum skólabrag.
5.Aðgerðir til að fjölga fagfólki í Skýjaborg.
1711020
Málið er áfram í vinnslu nefndarinnar.
6.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
1602004
Nefndin fór yfir niðurstöður starfsmannakönnunarinnar og foreldrakönnunarinnar. Nefndin felur frístundafulltrúa að birta kannanirnar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
7.Ytra mat á grunnskóla.
1706002
Lagt fram og kynnt
8.Fjöldi barna í leikskólanum Skýjaborg
1803042
EJR fór yfir fjölda leikskólabarna og umsóknir um dvalarpláss í leikskólanum Skýjaborg.
9.Foreldrafélag leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
1804003
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 16:15.