Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

139. fundur 16. ágúst 2017 kl. 15:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Dagný Hauksdóttir varaformaður
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Ingibjörg María Halldórsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Eyþórsdóttir 1. varamaður
  • Brynjólfur Sæmundsson 2. varamaður
  • Marie Greve Rasmussen áheyrnafulltrúi
  • Örn Arnarson áheyrnafulltrúi
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Ottesen Formaður fræðslu- og skólanefndar
Dagskrá
Berglind Jóhannesdóttir boðaði forföll.

1.Námsgögn fyrir nemendur í Heiðarskóla.

1707014

Lagt er til við sveitarstjórn að hún samþykki að fela fræðslu- og skólanefnd að skoða kosti þess að veita nemendum í Heiðarskóla hluta nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu frá og með hausti 2017.
F&S nefnd leggur til við sveitarstjórn að frá og með hausti 2017 mun Hvalfjarðarsveit leggja öllum grunnskólanemendum til námsgögn, ritföng, stílabækur og þ.e foreldrum að kostnaðarlausu.
Nefndin vill með þessari ákvörðun stuðla að jafnræði nemenda í námi.

2.Ósk um aukna fjárveitingu til kaupa á útifatnaði fyrir starfsfólk í Skýjaborg.

1708003

EJR gerði grein fyrir erindinu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur leikskólastjóra að vinna málið áfram fyrir næsta fund.

3.Starfsáætlun Skýjaborgar 2017-2018.

1708004

Nefndin samþykkir starfsáætlun fyrir Skýjaborg fyrir veturinn 2017-2018.
F&S nefnd þakkar fyrir greinagóða starfsáætlun.

4.Starfsáætlun Heiðarskóla 2017-2018.

1708006

Nefndin samþykkir starfsáætlun fyrir Heiðarskóla fyrir veturinn 2017-2018.
F&S nefnd þakkar fyrir greinagóða starfsáætlun.

5.Ársskýrsla Leik- og grunnskóla 2016-2017.

1708005

Nefndin samþykkir árskýrslu Leik- og grunnskóla 2016-2017.

6.Umsókn um íþróttastyrk vegna keppnisferðar erlendis.

1708007

Fyrir Benjamín Mehic.
Umsóknin er í samræmi við reglur sjóðsins. Nefndin samþykkir styrk að upphæð 25.000 kr.

7.Frístund (lengd viðvera) - Heiðarskóli.

1606048

Fræðslu-og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn um að setja af stað tímabundið tilraunaverkefni um frístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk í Heiðarskóla frá og með 31 ágúst nk.

8.Starfsmannamál í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1702018

Skólastýrur kynntu þær breytingar sem orðið hafa á starfsliði hjá Leik-og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

9.Fjárhagsáætlun 2018-2021.

1708009

Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun.
Málið er áfram í vinnslu hjá nefndinni.

10.Íþróttastyrktarsjóður - reglur.

1708010

Reglur endurskoðaðar.
Nefndin leggur til endurskoðun á sjóðnum. Formanni falið að vinna málið áfram.

11.Gátlistar um ábyrgð skólanefndar skv. lögum og reglugerðum f/leik- og grunnskóla.

1708008

Lagt fram. Nefndin ætlar að vinna áfram með gátlistana.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Efni síðunnar