Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

133. fundur 13. febrúar 2017 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Dagný Hauksdóttir varaformaður
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg María Halldórsdóttir aðalmaður
  • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Örn Arnarson áheyrnafulltrúi
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Halldórsdóttir ritari
Dagskrá

1.Umsókn úr Afreksstyrktarsjóði.

1702014

Umsóknin er í samræmi við reglur Afreksstyrktarsjóð. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita styrk upp á kr. 75.000.

2.Umsókn um íþróttastyrk vegna keppnisferðar erlendis.

1702013

Umsóknin er í samræmi við reglur. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita styrk upp á kr. 25.000.

3.Drög af leikskóla- og grunnskóladagatali 2017-2018.

1702015

Skólastjórar kynntu drög af leik-og grunnskóladagatali fyrir skólaárið 2017-2018. Afgreiðslu frestað.

4.Skólaráð Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1702016

SLG og EJR kynntu Skólaráð leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og starfsáætlun.

5.Ósk um breytingu á verklagsreglum leikskóla Hvalfjarðarsveitar.

1702017

EJR fór yfir verklagsreglur leikskóla Hvalfjarðarsveitar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að bæta inn í gjaldskrá, fyrir leikskólann Skýjaborg, lið er varðar lokanir leikskólans fyrir utan stórhátíðardaga og að gjald verði ekki fellt niður fyrir þá daga, líkt og verið hefur.

6.Starfsmannamál í Skýjaborg.

1702018

EJR kynnti starfsmannamál og stöðugildi í Skýjaborg. Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að ráða inn starfsmann í allt að 70% starfshlutfall til og með 7.júlí 2017.

7.Tillaga-Stjórnskipulag Leik- og grunnskóla.

1702019

Nefndin fór yfir tillögur varðandi stjórnskipulag leik- og grunnskóla. Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar af afloknum kynningum fyrir starfsfólki í leik-og grunnskóla. Fulltrúi foreldrafélagsins óskar eftir því að tillögur verði kynntar foreldrum barna í leik- og grunnskóla.

8.Hvatning til sveitarfélaga og skóla: Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017.

1702021

Lagt fram til kynningar.

9.Fréttabréf Heiðarskóla í janúar.

1702020

Lagt fram og kynnt.

10.Innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla.

1702023

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Efni síðunnar