Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018
Dagskrá
1.Tillaga um mat á samrekstri Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
1609036
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingar á skipuriti og starfslýsingum á starfi skólastjórnenda í leik-og grunnskóla. Þannig verður hægt að byggja á kostum sameinaðs skóla en samstarfið á milli leik-og grunnskóla hefur verið í stöðugri og jákvæðri þróun frá sameiningu, sem börnin njóta góðs af. Með slíkri skipuritsbreytingu skapast jafnframt tækifæri til að taka á þeim annmörkum sem komið hafa fram varðandi sameiningu skólanna. Hugmyndin tekur til þess að skólastjórnendur verði tveir, einn í Heiðarskóla hinn í Skýjaborg, sem starfa saman í skólastjórn. Nefndin vill njóta starfskrafta Gunnars Gíslasonar til að vinna hugmyndina áfram ef hún fær brautargengi hjá sveitarstjórn. Með nánari vísan í minnisblað nefndarinnar.
2.Endurskoðun á skólastefnu 2016-2019.
1610016
Skólastefna 2016-2019 lögð fram og samþykkt.
3.Fjárhagsáætlun 2017-2020.
1609013
Drög að fjárhagsáætlun 2017-2020 lögð fram.
4.Fundur foreldrafélagsins, 9. nóvember 2016.
1611037
Lagt fram.
5.Notkun spjaldtölva í Heiðarskóla - samantekt.
1612001
Drög lögð fram til kynningar.
6.Sjálfsmatsskýrsla Heiðarskóla 2016.
1612002
Lagt fram.
7.Samræmd könnunarpróf haustið 2016.
1612003
SLG kynnti niðurstöður.
8.Læsisstefna
1604011
Nefndin samþykkir læsisstefnuna.
Fundi slitið - kl. 16:00.