Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

131. fundur 27. október 2016 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Dagný Hauksdóttir varaformaður
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg María Halldórsdóttir aðalmaður
  • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Örn Arnarson áheyrnafulltrúi
  • Alexandría Björg Scheving áheyrnafulltrúi
  • Marie Greve Rasmussen áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel A. Ottesen formaður fræðslu- og skólanefndar
Dagskrá

1.Ósk um breytingu á skóladagatal 2016-2017.

1610015

Nefndin samþykkir ósk um breytingu á skóladagatali Skýjaborgar fyrir árið 2016-2017.

2.Endurskoðun á skólastefnu 2016-2019.

1610016

Stýrihópur kynnti vinnu sína og mun skila af sér í lok nóvember.

3.Akstur skólarútu í Hlíðarbæ.

1610020

Fallist er á þessa lausn að skólarútan stoppi við Hlíðarbæ 14. Nefndin leggur til að öryggismál tengd skólaakstri í sveitarfélaginu verði skoðuð í heild sinni fyrir næsta skólaár.

4.Starfsáætlun Heiðarskóla 2016-2017.

1610025

Starfsáætlun Heiðarskóla 2016-2017 samþykkt.

5.Samantekt og skýrslur fyrir skólaárið 2015-2016.

1610017

Samantekt og skýrslur fyrir skólaárið 2015-2016 lagðar fram. Nefndin þakkar fyrir gagnlega samantekt.

6.Skólaakstur 2016-2017.

1610018

Yfirlit yfir skólaakstur 2016-2017 lagt fram og kynnt.

7.Breytingar á grunnskólalögum.

1610019

Breytingar á grunnskólalögum lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerð foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1610023

Lögð fram.

9.Fréttabréf ágúst-september.

1610024

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með fréttabréfið.

10.Lengd viðvera - könnun hjá foreldrum barna í 1.-4.bekk

1606048

Samantekt vegna lengdrar viðveru.
Lagt fram. Nefndin leggur til að gerð verði önnur tilraun til að bjóða upp á þessa þjónustu á næsta skólaári og að gert verði ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun.

11.Fjárhagsáætlun 2017-2020.

1609013

Verkefnið er áfram í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Efni síðunnar