Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018
Dagskrá
Skúli Þórðarson sveitarstóri sat einnig fundinn.
1.Kosning ritara Fræðslu- og skólanefndar
1602001
Nefndin samþykkir að Guðný Kristín Guðnadóttir verði ritari nefndarinnar.
2.Tölvumál leik- og grunnskóla
1602002
Nefndin felur skólastjóra að vinna málið áfram varðandi tölvukost kennara í samræmi við umræður á fundi. Afgreiðslu frestað.
Nefndin vinnur að stefnumótun varðandi spjaldtölvuverkefni í kennslu í samráði við skólastjórnendur.
Nefndin vinnur að stefnumótun varðandi spjaldtölvuverkefni í kennslu í samráði við skólastjórnendur.
3.Skólastefna Hvalfjarðarsveitar.
1205004
Nefndin samþykkir að Berglind Jóhannsdóttir taki sæti fyrir hönd fræðslu-og skólanefndar í starfshópi um endurskoðun á skólastefnu Hvalfjarðarsveitar í stað Eyrúnar Jónu Reynisdóttur.
4.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
1602004
Nefndin vinnur að gerð og framkvæmd viðhorfskannana fyrir foreldra og starfsmenn, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
5.Starfsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2016.
1601017
Sveitarstjóri og skólastjóri kynntu starfsáætlun leik-og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2016.
6.Samstarfssamningar við Akraneskaupstað.
1412019
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
7.Fundargerð foreldrafélags Leik- og grunnskólans, 26. janúar 2016.
1602003
Formaður foreldrafélagsins fer yfir fundargerð.
8.Áskorun vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum.
1602009
Framlagt.
9.Starfsmannamál Skýjaborg
1512013
Nefndin vill þakka Þórdísi Þórisdóttir fyrir vel unnin störf og jafnframt þökkum fyrir gott samstarf á liðnum árum. Okkur er eftirsjá af Þórdísi en um leið viljum við óska Eyrúnu Jónu Reynisdóttur velkomna til starfa og með ósk um gæruríkt komandi samstarf.
10.Óskað eftir upplýsingum um gang mála varðandi snjómokstur.
1602021
Sveitarstjóri greindi frá því.
11.Óskað eftir upplýsingum frá skólastjóra um skólaráð.
1602022
12.Beiðni til skólastjóra að taka saman kynningu á niðurstöðum úr samræmdum prófum.
1602023
Fundi slitið - kl. 16:15.