Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

124. fundur 10. desember 2015 kl. 20:00 - 20:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir ritari
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Guðný Kristín Guðnadóttir 1. varamaður
  • Guðrún Dadda Ásmundsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Helena Bergström áheyrnafulltrúi
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Jón Rúnar Hilmarsson embættismaður
  • Arndís Halla Jóhannesdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Arndís Halla Jóhannesdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Forvarnarstefna

1508009

Forvarnarstefna Hvalfjarðarsveitar lögð fram til samþykktar. Nefndin samþykkir Forvarnarstefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

2.Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum.

1503028

Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum lögð fram. Nefndin samþykkir stefnuna og leggur hana fram til sveitarstjórnar.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - nefndir.

1508008

Farið yfir þá liði fjárhagsáætlunar sem snúa að nefndinni. Formanni nefndarinnar er falið að koma á framfæri athugasemdum nefndarinnar.

BPFV kemur með athugasemdir við fjárhagsáætlun 2016. Fjármagn til viðhalds á húsnæði leikskóla er of lítið miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Sveitarstjórn leggur til að settur verði á aðgangseyrir fyrir aðgang að Heiðarborg og er það miður þegar mikill árangur hefur náðst í aukinni aðsókn í Heiðarborg. Ekki er sett nægt fjármagn í viðhald á búnaði t.d. tölvubúnaði, gufuofn í eldhús o.fl. Fjármagn til viðhalds sundlaugarinna á Hlöðum 31.milljón er glórulaust þegar opnunartími er aðeins u.þ.b. þrjá mánuði á ári og rekstrarkostnaður rúmar 7.milljónir. BPFV þykir miður að Fræðslu- og skólanefnd hafi ekki átt betri aðkomu við gerð fjárhagsáætlunar, fjárhagsáætlun 2016 var dreift á fundi nefndarinnar þann 10.12 2015.

4.Skólastefna Hvalfjarðarsveitar.

1205004

Búið er að skipa í stýrihóp til að endurskoða skólastefnu Hvalfjarðarsveitar. Fulltrúi frá foreldrafélagi er Guðrún Dadda Ásmundardóttir, úr skóla Sigríður Lára Guðmundsdóttir og Jón Rúnar Hilmarsson, úr leikskóla Guðný Birna Ólafsdóttir og úr Fræðslu- og skólanefnd Eyrún Reynisdóttir og Guðný Kristín Guðnadóttir.

5.Spjaldtölvuráðstefna og framtíðarsýn sveitarfélagsins

1512008

Skólastjóri upplýsti nefndarmenn um væntanlega ráðstefnu um spjaldtölvur í skólastarfi sem haldinn verður 4.janúar 2016 sem leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar stendur fyrir. Nefndarmönnum stendur til boða að sækja fund fyrirlesara sem og að sitja ráðstefnuna. Nefndin fagnar því að ráðstefnan skuli vera haldin og á starfsfólk skólans hrós skilið. Nefndin felur skólastjóra að vinna þarfagreiningu og stefnumótun varðandi tækniþróun næstu ára í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, stefnt skal að því að leggja drög að þessu fyrir næsta fund nefndarinnar.

6.Starfsmannamál Skýjaborg

1512013

Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að auka vægi fagfólks innan leikskólans. Skólastjóra falið að taka saman ýmis gögn varðandi starfsmannahaldið.

7.Fundargerð foreldrafélags

1512014

Fundargerð foreldrafélagsins lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Efni síðunnar