Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

122. fundur 29. október 2015 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Dagný Hauksdóttir varaformaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir ritari
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Guðrún Dadda Ásmundsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Helena Bergström áheyrnafulltrúi
  • Ragna Kristmundsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Jón Rúnar Hilmarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Jóna Reynisdóttir Ritari fræðslu- og skólanefndar
Dagskrá

1.Skólaakstur okt.2015

1510031

Erindi frá skólastjóra Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin vísar erindi áfram til sveitarstjórnar.

2.Tónlistarnám í Hvalfirði okt.2015

1510032

Erindi frá skólastjóra Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin óskar eftir að vinna við samanburð á rekstri tónlistarskóla í öðrum grunnskólum verði kláruð og kynnt fyrir fræðslu- og skólanefnd. Lagt er til að þessi samanburður verði lagður til grundvallar við endurskoðun á tónlistarnámi í Hvalfjarðarsveit. Erindinu verður vísað áfram til Viðræðuhóps um samstarfssamninga við Akraneskaupstaðs.

3.Greinagerð um námsfrávik og ósk um mannaráðningu.

1510033

Erindi frá skólastjóra Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Samstarfssamningar við Akraneskaupstað.

1412019

Markmið og áherslur.
Nefndin óskar eftir fundi með Viðræðuhóps um samstarfssamninga við Akraneskaupstað.

5.Drög að verklagi vegna afreksstyrkja.

1403013

Unnið að verklagi.
Nefndin ákvað að formanni sé falið ásamt sveitarstjóra að vinna drög að reglum vegna afreksstyrkjasjóð.

6.Fjárhagsáætlun 2016 - nefndir.

1508008

Umræða um fjárhagsáætlun.
Nokkrar umræður urðu um fjárhagsáætlun.

7.Húsnæðismál Skýjaborgar.

1510045

Erindi skólastjóra.
Nefndin tekur undir erindið og óskar eftir fundi með mannvirkjanefnd um stöðu mála.

8.50 ára afmæli Heiðarskóla.

1510047

Erindi frá skólastjóra.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að fjármagn fylgi varðandi afmælið í gerð næstu fjárhagsáætlunar.

9.Fundargerð foreldrafélagsins í október 2015.

1510048

Frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fundargerð framlögð.

10.Beiðni um áframhaldandi leikskóladvöl á Akranesi, vegna óbreyttra aðstæðna.

1510050

Erindi frá Guðbjörgu Perlu Jónsdóttur.
Nefndin felur formanni að óska eftir frekari gögnum og málinu því frestað til næsta fundar.

11.Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla.

1510044

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar.

12.Starf umsjónaraðila félagsmiðstöðvar.

1509058

Guðný Birna Ólafsdóttir hefur verið ráðin. Guðný útskrifaðist með BA gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands í vor.
Lagt fram til kynningar.

13.Ársskýrsla Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1510049

Frá skólastjóra.
Lagt fram til kynningar.

14.Mánaðarskýrslur skólastjóra: ágúst, september og október 2015.

1510051

Frá skólastjóra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Efni síðunnar