Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2015-2018

66. fundur 01. febrúar 2018 kl. 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Margrét Magnúsdóttir aðalmaður
  • Pétur Svanbergsson aðalmaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
  • Ragna Kristmundsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

1801039

Fært undir trúnaðarmál.

2.Trúnaðarmál

1801042

Fært undir trúnaðarmál.

3.Reglur um fjárhagsaðstoð.

1502023

Farið var yfir reglur um fjárhagsaðstoð og leggur nefndin til hækkun á grunnfjárhæð með tilliti til neysluvísitölu og til samræmis við önnur sveitarfélög.
Nefndin leggur til að grunnfjárhæðin verði 162.714 kr og vísar málinu til afgreiðslu sveitastjórnar.

4.Þjónustusamningar-heimaþjónusta eldri borgara.

1501026

Tekið var til umfjöllunar verð á heimsendum mat til eldri borgara. Ákveðið var að samræma verðlagningu og leggur nefndin til að heimsend máltíð kosti það sama óháð búsetu.
Félagsmálastjóra var falið að útfæra tillögu nefndarinnar sem lögð verður til afgreiðslu sveitastjórnar.

5.Umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda

1801043

Umsóknin var afgreidd hjá barnaverndarnefnd Borgarbyggðar og lögð fram til kynningar hjá fjölskyldunefnd. Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu málsins.

6.Trúnaðarmál

1506028

Erindisbréf Fjölskyldunefndar/Velferðarnefndar lagt fram til skoðunar.
Afgreiðslu frestað fram til næsta fundar.

Fundi slitið.

Efni síðunnar