Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2015-2018

61. fundur 12. apríl 2017 kl. 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir ritari
  • Margrét Magnúsdóttir aðalmaður
  • Pétur Svanbergsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdaáætlun í barnavernd - þingsályktunartillaga

1704009

Þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í barnavernd lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga vegna framkvæmdaáætlunar á sviði barnaverndar sem gildi til 1. júní 2018. Á meðal helstu atriða sem fram koma í framkvæmdaáætlun má nefna umfjöllun um meðferðarúrræði á höfuðborgarsvæðinu, áfram verði unnið að uppbyggingu á PMTO meðferð vegna hegðunarvanda barna, verklag í barnavernd verði eflt og settar verði fram tillögur er varða ákvæði núgildandi barnaverndarlaga nr. 80/2002 og lagt mat á þörf fyrir mögulegar breytingar.

2.Jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar.

1103017

Farið yfir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Varaformaður fór yfir helstu efnistök er varðar Jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar. Umræðu framhaldið á næsta fundi.

3.Trúnaðarmál

1704011

Félagsmálastjóri leggur fram greinargerð vegna einstaklingsmáls. Nefndin felur félagsmálastjóra úrvinnslu málsins. Bókun færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið.

Efni síðunnar