Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
Sæmundur Rúnar Þorgeirsson boðaði forföll en Inga María Sigurðardóttir var boðuð í hans stað.
1.Forvarnir í Hvalfjarðarsveit
1909002
Forvarnir fyrir aldraðra.
Forvarnir í sundleikfimi aldraðra í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin ákvað að styrkja forvarnir aldraðra með því að kaupa sundsokka sem eru með il úr gúmmíkenndu efni sem virkar sem hálkuvörn. Sokkarnir eru sérhannaðir til notkunar í vatnsleikfimi til þess að auka öryggi notenda á hálum sundlaugargólfum og bökkum.
Þátttakendum sundleikfiminnar verður frjálst að fá sundsokka til einkanota án gjalds.
Áætlað að kaupa 25 stk. og heildarkostnaður um 75.000 kr.
Nefndin ákvað að styrkja forvarnir aldraðra með því að kaupa sundsokka sem eru með il úr gúmmíkenndu efni sem virkar sem hálkuvörn. Sokkarnir eru sérhannaðir til notkunar í vatnsleikfimi til þess að auka öryggi notenda á hálum sundlaugargólfum og bökkum.
Þátttakendum sundleikfiminnar verður frjálst að fá sundsokka til einkanota án gjalds.
Áætlað að kaupa 25 stk. og heildarkostnaður um 75.000 kr.
2.Reglur Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning
1909004
Uppfæra reglur.
Nefndin fór yfir reglur Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning.
Krónu- og prósentutölur bóta og stuðnings voru hækkaðar í samræmi við önnur sveitarfélög.
Nefndin vísar breyttum reglum Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Krónu- og prósentutölur bóta og stuðnings voru hækkaðar í samræmi við önnur sveitarfélög.
Nefndin vísar breyttum reglum Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Vinnuskóli 2019
1903007
Frístunda- og menningarfulltrúi kynnir skýrslu og störf vinnuskólans sumarið 2019.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfssemi vinnuskólans í sumar.
Nefndin þakkar starfsmönnum vinnuskólans fyrir vel unnin störf.
Nefndin þakkar starfsmönnum vinnuskólans fyrir vel unnin störf.
4.Tómstundastarf aldraðra
1909001
Dagskrá vetrarins.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir dagskrá vetrarins.
Helga Harðardóttir verður umsjónarmaður sundleikfiminnar og verður hún á dagskrá tvisvar í viku eða á mánudögum og fimmtudögum.
Opið hús - félagsstarf aldraðra verður að jafnaði tvisvar í mánuði í Miðgarði og umsjónarmenn verða Sigrún Sólmundardóttir og María Sigurðardóttir.
Helga Harðardóttir verður umsjónarmaður sundleikfiminnar og verður hún á dagskrá tvisvar í viku eða á mánudögum og fimmtudögum.
Opið hús - félagsstarf aldraðra verður að jafnaði tvisvar í mánuði í Miðgarði og umsjónarmenn verða Sigrún Sólmundardóttir og María Sigurðardóttir.
5.Tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar
1909005
Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum.
Lagt fram til kynningar.
6.Önnur mál
1904008
Ekkert fleira var tekið fyrir.
Fundi slitið - kl. 17:45.