Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

7. fundur 05. mars 2019 kl. 17:30 - 18:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen
  • Helga Harðardóttir
  • Marie Greve Rasmussen
  • Sunneva Hlín Skúladóttir
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála- og frístundafulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan í c. liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:
Mál nr.1901266 Beiðni um styrk. Málið verður nr. 3 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:5
Mál nr. 1903007 Vinnuskóli 2019. Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:5
Mál nr. 1903008 Önnur mál. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
samþykkt 5:5

1.Trúnaðarmál

1901168

Beiðni um endurupptöku máls.
Fært í trúnaðarbók.

2.Trúnaðarmál

1903004

Erindi frá barnaverndarfulltrúa
Fært í trúnaðarbók.

3.Beiðni um styrk

1901266

Erindi frá Höfðavinum
Beiðni dags. 2. janúar 2019 frá Höfðavinum, aðstandandafélagi íbúa á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Akranesi, um fjárstyrk til eflingar á félags- og tómstundastarfi íbúa Höfða. Beiðnin var send sveitarstjórn sem vísaði erindinu til afgreiðslu hjá fjölskyldu- og frístundanefnd á fundi sínum dags. 22. janúar sl.

Nefndin tekur jákvætt í beiðni Höfðavina og leggur til að Hvalfjarðarsveit styrki Höfðavini um 50.000 kr.

Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

4.Frumvörp og tillögur til umsagnar

1902001

Breyting á lögum um málefni aldraðra og ályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi.
Lagt fram til kynningar.

5.Stefnumótun í málefnum barna, endurskoðun á félagslegri umgjörð og þjónustu við börn á Íslandi.

1902026

Kynning á vinnu Félagsmálaráðuneytisins við stefnumótun í málefnum barna
Lagt fram til kynningar.

6.Drög að frumvarpi til breytinga á barnalögum nr. 76-2003 og fleiri lögum(skipt búseta og meðlag)

1902024

Umsögn á breytingum á barnalögum.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsögn um frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur.

1902022

Breyting á lögum er varða rétt barna sem aðstandendur.
Lagt fram til kynningar.

8.Umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðartækni,

1902021

Tillaga til þingsályktunar um velferðartækni.
Lagt fram til kynningar.

9.Vinnuskóli 2019

1903007

Félagsmála- og frístundafulltrúi kynnti áætlun vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir sumarið 2019.

10.Önnur mál fjölskyldu- og frístundanefnd

1903008

Ekkert fleira var tekið fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Efni síðunnar