Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
Marie Rassmussen boðaði forföll
1.Ungmennaráð
1805029
Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar, nefndin þarf að tilnefna tvo einstaklinga í ungmennaráð.
Nefndin tilnefnir Sigríði Elínu Sigurðardóttur og Þorstein Ólafsson í ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar. Nefndin vísar tilnefningu þeirra til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
2.Beiðni um viðauka varðandi forvarnarlið nr. 02033
1809013
Beiðni um viðauka í forvarnir
Vegna forvarnarverkefnis er lagt til við sveitarstjórn að samþykkja viðauka að upphæð 100,000 kr. inn á forvarnarlið nr. 02033. Beiðni nefndarinnar er vísað til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
3.Jafnréttisstefna
1510030
Jafnréttisstefna 2018
Kynjahlutfall tilnefndra fulltrúa af sveitarstjórn í nefndum, ráðum og stjórnum Hvalfjarðarsveitar ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórnar er eftirfarandi: Aðalmenn 27 kk eða 53% og 24 kvk eða 47%. Varamenn 25 kk eða 50% og 25 kvk eða 50%.
Nefndin telur ánægjulegt hve vel hefur tekist til að halda góðu jafnvægi á kynjahlutfalli en í eldri jafnréttisstefnu er kveðið á um að hlutfall kynjanna eigi að vera eins jafnt og hægt er og aldrei undir 40%.
Nefndin vann að nýrri jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar og leggur hana til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
Nefndin telur ánægjulegt hve vel hefur tekist til að halda góðu jafnvægi á kynjahlutfalli en í eldri jafnréttisstefnu er kveðið á um að hlutfall kynjanna eigi að vera eins jafnt og hægt er og aldrei undir 40%.
Nefndin vann að nýrri jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar og leggur hana til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
4.Trúnaðarmál
1809031
Erindi fært í trúnaðarbók.
5.Trúnaðarmál
1809032
Erindi fært í trúnaðarbók
6.Trúnaðarmál
1809016
Erindi fært í trúnaðarbók
7.Umræða um fjárhagsáætlun 2018-2021.
1708009
Kynning á fjárhagsáætlun 2018
Nefndin fór yfir fjárhagsáætlun fjölskyldu- og frístundanefndar árið 2018. Núverandi staða var greind og voru umræður varðandi fjárhagsáætlun ársins 2019.
8.Skýrsla starfshóps um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta-og æskulýðssstarfi.
1809006
Kynning á skýrslu.
Lagt fram til kynningar
9.Forvarnarsamningur
1809014
Kynning á forvarnarsamning
Formaður greindi frá forvarnarsamningi sem er í vinnslu. Nefndin felur formanni að halda áfram við vinnslu samningsins og afgreiðslu hans.
10.Kynning á fundi barnaverndamála
1711022
Formaður greindi frá fundi sem fulltrúar Hvalfjarðarsveitar áttu með fulltrúum Borgarbyggðar varðandi barnaverndarmál.
11.Önnur mál
1808043
Engin önnur mál voru tekin fyrir.
Fundi slitið - kl. 19:30.