Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

2. fundur 29. ágúst 2018 kl. 16:30 - 18:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson ritari
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála- og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar.

1103017

Jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar

Jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar

Nefndin yfirfór jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar og gerði lítilsháttar breytingar. Í jafnréttisáætlun kemur fram endurskoðunarákvæði og ber nefndinni að fara yfir jafnréttisáætlunina í upphafi hvers kjörtímabils og eigi síðar en ári frá kjördegi.
Nefndin hefur eftirlitsskyldu að gegna gagnvart stjórnsýslunni þess efnis að hlutfall kynjanna sé sem jafnast við skipun í ráð, nefndir og stjórnir.

Nefndin felur félagsmálastjóra að afla gagna fyrir næsta fund þar sem nefndinni verður kunngert kynjahlutföll í skipun fyrrgreindra hlutverka.

Nefndinni ber að viðhalda jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 15. desember 2015 og mun sú vinna fara fram á næsta fundi.

Fjölskyldu- og frístundanefnd vísar breyttri jafnréttisáætlun til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

2.Íþróttastyrktarsjóður - reglur.

1708010

Reglur um íþróttastyrki
Reglur um íþróttastyrki

Nefndin yfirfór íþróttastyrki Hvalfjarðarsveitar sem samþykktir voru í sveitarstjórn þann 28. nóvember 2017.

Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir breytingartillögu að eftirfarandi:
Íþróttastyrkir munu framvegis heita íþrótta- og tómstundastyrkir Hvalfjarðarsveitar.

Í 1. gr. er lagt til að tómstundaávísanir hækki úr 40.000 kr. á almanaksári í 60.000 kr. Lagt er einnig til að íþróttastyrkir til æfinga-og keppnisferða erlendis í 2. og 3. gr. hækki hvort um sig í 30.000 kr. á almanaksári.

Einnig voru aðrar minniháttar breytingar gerðar á regluverki íþrótta- og tómstundastyrkja.

Fjölskyldu- og frístundanefnd vísar tillögu sinni að breyttu fyrirkomulagi íþrótta- og tómstundastyrkja til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

3.Trúnaðarmál

1808040

Erindi frá barnaverndarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Erindið var fært í trúnaðarbók.
Björgvin Heiðarr, barnaverndafulltrúi, kom inn á fundinn og flutti erindi frá kl. 16:40-17:10.

4.Trúnaðarskjal nefndarmanna.

1808041

Trúnaðarskjal nefndarmanna.


Trúnaðarskjal nefndarmanna.

Fjölskyldu - og frístundanefnd hefur sammælst um að hver og einn nefndarmaður undirriti heitstaf vegna starfa í nefndinni og þeirra viðkvæmu mála sem fá þar umfjöllun og afgreiðslu.

Nefndin undirritaði heitstaf og er lagt til að varamenn geri slíkt hið sama við fyrsta tækifæri.

5.Tómstundastarf aldraðra

1808038

Tómstundastarf aldraðra veturinn 2018/19

Tómstundastarf aldraðra veturinn 2018/19

Félagsmála- og frístundafulltrúi fór yfir fyrirhugaða dagskrá á tómstundastarfi aldraða í vetur. Lagt er upp með að tómstundastarfið, opið hús og sundleikfimin verði með svipuðu móti og undanfarin ár.

Nefndin gerir þá kröfu að gæði tómstundastarfsins verði með besta móti.

6.Barnavernd-þjónustusamningur

1711022

Barnavernd Hvalfjarðarsveitar - aðkeypt verktakaþjónusta.
Barnavernd Hvalfjarðarsveitar - aðkeypt verktakaþjónusta.

Félagsmála - og frístundafulltrúi fór yfir málefni barnaverndar í Hvalfjarðarsveit en hún hefur verið unnin í verktakaþjónustu síðan 1. desember 2017 og rennur sá samningur út 1. desember 2018. Málefni tengd barnavernd og hvernig þeirri þjónustu væri faglega best borgið til framtíðar fyrir sveitarfélagið var rædd á fundinum.

Félagsmála - og frístundafulltrúa var falið að vinna málið áfram í samráði við formann nefndarinnar og sveitarstjóra.

7.Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar

1808039

Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar árið 2018.

Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar árið 2018.

Félagsmála- og frístundafulltrúi fór yfir starfsemi vinnuskólans og verkefni hans.

Nefndin þakkar starfsmönnum vinnuskólans fyrir gott vinnuframlag.

8.Íþróttastarf barna og ungmenna í Hvalfjarðarsveit hjá aðildarfélögum ÍA

1808042

Íþróttastarf barna og ungmenna í Hvalfjarðarsveit hjá aðildarfélögum ÍA.
Íþróttastarf barna og ungmenna í Hvalfjarðarsveit hjá aðildarfélögum ÍA.

Samkvæmt nýútgefnum æfingatöflum nokkura aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraneskaupsstaðar þá kom í ljós að æfingatímar barna á virkum dögum í nokkrum aldursflokkum byrja klukkan 14:00. Breyting á þessum æfingatímum eða þessi ákvörðun er þess valdandi að börn í Hvalfjarðarsveit á vissu aldursbili geta ekki lagt áframhaldandi stund á sínar íþóttagreinar en skólarútan kemur á Akranes klukkan 15:00.

Nefndin telur mjög mikilvægt að börn á þessum aldri njóti íþróttastarfs til heilsueflingar, félagslegrar styrkingar og hefur allt íþróttastarf forvarnargildi.

Fjölskyldu - og frístundanefnd vísar málinu til skoðunar hjá sveitarstjóra og félagsmála- og frístundafulltrúa.

9.Önnur mál

1808043

Önnur mál.

Engin önnur mál voru tekin fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Efni síðunnar