Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2010017
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
2.Frumkvæðisathugun á upplýsingagjöf á vefsíðum sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk
2404052
Kynning á niðurstöðum frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðu sveitarfélaga.
Farið yfir niðurstöður frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðu sveitarfélaga. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram með niðurstöðurnar.
3.Reglur um heimagreiðslur
2002003
Endurskoðun á reglum Hvalfjarðarsveitar um heimagreiðslur.
Fjölskyldu- og frístundanefnd fór yfir reglur um heimagreiðslur og felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram.
4.Lög um breytingu á lögum um húsnæðisbætur nr. 752016
2409006
Alþingi samþykkti i maí síðastliðnum lög um breytingar á lögum um húsnæðisbætur með það að markmiði að styðja við nýgerða kjarasamninga með því að hækka húsnæðisbætur og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna og draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjanda.
Helstu breytingar á húsnæðisbótum fela í sér að grunnfjárhæðir og frítekjumörk verða aðlöguð að allt að sex heimilismönnum, í stað fjögurra áður. Grunnfjárhæðir hækka, m.a. um 25% fyrir einstaklinga, og skerðingarmörk vegna eigna hækka í 12,5 milljónir króna. Húsnæðisbætur falla ekki niður fyrr en heildareignir heimilis ná 20 milljónum króna.
Helstu breytingar á húsnæðisbótum fela í sér að grunnfjárhæðir og frítekjumörk verða aðlöguð að allt að sex heimilismönnum, í stað fjögurra áður. Grunnfjárhæðir hækka, m.a. um 25% fyrir einstaklinga, og skerðingarmörk vegna eigna hækka í 12,5 milljónir króna. Húsnæðisbætur falla ekki niður fyrr en heildareignir heimilis ná 20 milljónum króna.
Farið yfir lög um breytingar á lögum um húsnæðisbætur. Félagsmálastjóri falið að skoða reglur um sérstakan húsnæðisbætur með tilliti til laga um breytinga á lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.
5.Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar 2024
2401027
Fara yfir starfsemi Vinnuskólans sumarið 2024.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfssemi og skýrslu Vinnuskólans fyrir sumarið 2024. Yfirfara þarf búnað fyrir vinnuskólann. Nefndin felur frístunda- og menningarfulltrúa að fylgja því eftir.
Nefndin þakkar starfsmönnum Vinnuskólans fyrir vel unnin störf í sumar.
Nefndin þakkar starfsmönnum Vinnuskólans fyrir vel unnin störf í sumar.
6.Íþróttamiðstöðin Heiðarborg
2404102
Skipulag í Heiðarborg.
Starfsemi Heiðarborgar er komin af stað en ekki hefur tekist að opna sundlaug fyrir almenning en opið er í íþrótta- og þreksal. Stefnt er að opnun sundlaugarinnar um miðjan september.
7.Félagsmiðstöðin 301
2402003
Skipulag og starfsmannamál í félagsmiðstöðinni 301 haustið 2024.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsmannamál og skipulag Félagsmiðstöðvarinnar 301. Fyrsta opnun vetrarsins verður 12. september næstkomandi.
Fundi slitið - kl. 18:30.