Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

58. fundur 19. ágúst 2024 kl. 16:30 - 18:43 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Marie Greve Rasmussen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Ása Líndal Hinriksdóttir sat undir liðum nr. 2404102, 2406021, 2408010 og 2401028.

1.Trúnaðarmál

2010017

Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.

2.Íþróttamiðstöðin Heiðarborg

2404102

Yfirlit yfir tækjakaup og starfsmannamál í Íþróttamiðstöðinni Heiðarborg.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir tilboð frá Hreysti vegna tækjakaupa í þreksal Íþróttamiðstöðvar Heiðarborgar. Tilboðið er innan kostnaðarmarka fjárhagsáætlunar. Frístunda- og menningarfulltrúi falið að vinnna málið áfram.

3.Frístundarþjónusta fyrir fötluð börn

2406002

Farið yfir frístundaþjónustu fyrir fötluð börn.
Umræða tekin um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn í Hvalfjarðarsveit. Félagsmálastjóra er falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundi.

4.Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla

2406021

Erindi frá Jafnréttisstofu.
Lagt fram til kynningar bréf frá Jafnréttisstofu þar sem farið var yfir hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna á leikskóla. Samkvæmt upplýsingum frá Skýjaborg er meðaltal aldur barna 14,28 mánaða við leikskóladvöl síðustu fjögur ár. Leikskólaúthlutun er lokið fyrir haustið 2024 og hafa öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri, sem sótt var um fyrir, hlotið úthlutun. Biðlisti barna sem flytjast í sveitarfélagið hefur undantekningalaust ekki verið langur og hægt hefur verið að uppfylla óskir flestra foreldra um leikskóladvöl.

5.Bjartur lífstíll

2408010

Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Landsambands eldri borgara og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

6.Félagsstarf eldri borgara

2401028

Félagsstarf eldri borgara.
Lagt fram til kynningar.

7.Yfirlit málafjölda félagsþjónustu

2403006

Yfirlit yfir lykiltölur í félagsþjónustu árið 2023 og fyrstu 6 mánuði ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:43.

Efni síðunnar