Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2010017
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Eitt trúnaðarmál tekið fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd. Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók.
2.Forvarnir
1910041
Úthlutun úr forvarnarsjóði Hvalfjarðarsveitar.
Fjölskyldu og frístundanefnd samþykkir að setja 40.000 kr. í fræðslu frá Einhverfusamtökunum í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
3.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar
2011001
Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru 66 karlar og 55 konur árið 2023.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru 66 karlar og 55 konur árið 2023.
Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna árið 2023, eru 66 karlar og 55 konur.
Kynjahlutfallið er því þannig að karlar eru 55% og konur eru 45% í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Nefndin gerir ekki athugasemdir til sveitarstjórnar við stöðu mála.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna árið 2023, eru 66 karlar og 55 konur.
Kynjahlutfallið er því þannig að karlar eru 55% og konur eru 45% í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Nefndin gerir ekki athugasemdir til sveitarstjórnar við stöðu mála.
4.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.
2206005
Erindisbréf samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Hvalfjarðarsveit lagt fram.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir erindisbréf samráðshóps um málefni fatlaðs fólks. Nefndin vísar erindisbréfinu til samþykktar hjá sveitastjórn og að sveitastjórn tilnefni þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Samkvæmt Erindisbréfi skipar sveitastjórn formann hópsins.
5.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar 2024
2404069
Umsóknir í afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar.
Engar umsóknir bárust í Afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar.
6.Íþróttamiðstöðin Heiðarborg
2404102
Fara yfir skipulag og starfsmannamál í Íþróttamiðstöðinni Heiðarborg.
Frístunda- og menningafulltrúi fór yfir skipulag og starfsmannamál í Íþróttamiðstöðinni Heiðarborg. Auglýsa þarf eftir starfsfólki fyrir haustið 2024, farið yfir tækjakaup í þreksal og önnur umræða um skipulag í íþróttamiðstöðinni. Frístunda- og menningafulltrúa falið að vinna áfram að málum útfrá umræðum á fundinum.
7.Sundlaugin að Hlöðum
2403002
Fara yfir skipulag og starfsmannamál fyrir sumarið 2024.
Farið var yfir skipulag og starfsmannamál fyrir sumarið 2024. Stefnt að opnun sundlaugarinnar að Hlöðum í júní.
8.Farsældardagurinn á Vesturlandi 2024.
2404085
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram.
9.Landsáætlun um innleiðingu samnings SÞ um réttindi fatlað fólks
2404101
Alþingi samþykkti þann 20.04.2024 fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks hér á landi. Áætlunin felur í sér 60 aðgerðir til að koma í framkvæmd ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins hér á landi.
Lagt fram.
10.Frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks
2404077
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um Gæða- eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 (lög um GEV). Stofnunin hefur að eigin frumkvæði eftirlit með gæðum þjónustu, sbr. 14. gr. laga um GEV.
Á undanförnum árum hefur GEV og forveri stofnunarinnar, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, framkvæmt athuganir á einstaka húsnæðisúrræðum fatlaðs fólks. Niðurstöður þeirra gefa tilefni til að kanna framkvæmd sveitarfélaga á ýmsum lagalegum skyldum í þjónustu við fatlað fólk sem býr í íbúðakjörnum og herbergjasambýlum. Af þeirri ástæðu hefur GEV nú stofnað til frumkvæðisathugunar á þjónustu við fullorðið fatlað fólk í íbúðakjörnum og á herbergjasambýlum, á grundvelli 14. gr. laga um GEV.
Á undanförnum árum hefur GEV og forveri stofnunarinnar, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, framkvæmt athuganir á einstaka húsnæðisúrræðum fatlaðs fólks. Niðurstöður þeirra gefa tilefni til að kanna framkvæmd sveitarfélaga á ýmsum lagalegum skyldum í þjónustu við fatlað fólk sem býr í íbúðakjörnum og herbergjasambýlum. Af þeirri ástæðu hefur GEV nú stofnað til frumkvæðisathugunar á þjónustu við fullorðið fatlað fólk í íbúðakjörnum og á herbergjasambýlum, á grundvelli 14. gr. laga um GEV.
Lagt fram.
11.Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125-1999 (réttur til sambúðar).
2403050
Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Lagt fram.
12.Öldungaráð
2305056
Lögð fram fundargerð 3. fundar Öldungaráðs sem fram fór þann 26.03.2024.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:03.
Ása Líndal sat undir liðum nr. 5,6,7 og 8. Fór 17:30 af fundi.