Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara.
2206003
Helgi Pétur Ottesen hefur frá 13.03.2024 fengið tímabundna lausn, til eins árs frá störfum sem aðalmaður í Fjölskyldu- og frístundanefnd. Þar sem Helgi Pétur er varaformaður nefndarinnar þarf að kjósa varaformann tímabundið til eins árs eða þar til Helgi Pétur tekur aftur sæti í nefndinni.
2.Trúnaðarmál
2010017
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Tekið var eitt trúnaðarmál fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd. Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók.
3.Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar 2024
2403049
Umsóknir í Íþrótta- og æskulýðssjóð Hvalfjarðarsveitar árið 2024.
Engar umsóknir bárust í sjóðinn.
4.Upplýsingabæklingur um þjónustu fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit
2312020
Drög að upplýsingabæklingi til eldri borgara kynnt.
Félagsmálastjóri fór yfir drög að upplýsinga bæklingi fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Fjölskyldu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju með bæklinginn. Félagsmálastjóra falið að klára bæklinginn í samræmi við umræður á fundinum svo hægt sé að gefa út bæklinginn.
5.Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar 2024
2401027
Farið yfir skipulag Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar 2024
Félagsmálastjóri fór yfir stöðu ráðningamála og skipulags í vinnuskólanum fyrir sumarið 2024.
6.Sundlaugin að Hlöðum
2403002
Sundlaugin að Hlöðum sumarið 2024.
Félagsmálastjóri fór yfir stöðu ráðningarmála og skipulags vegna sundlaugarinnar á Hlöðum.
7.Þjónustu- og frístundakönnun eldri borgara í Hvalfjarðarsveit
2403044
Drög að þjónustukönnun fyrir 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit lögð fram.
Drög að þjónustukönnun lögð fram. Félagsmálastjóri mun vinna áfram að könnuninni út frá umræðum á fundinum.
8.Frumkvæðisathugun á upplýsingagjöf á vefsíðum sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk
2404052
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um Gæða- eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 (lög um GEV). Stofnunin hefur að eigin frumkvæði eftirlit með gæðum þjónustu, sbr. 14. gr. laga um GEV. Ákveðið hefur verið að stofna til frumkvæðisathugunar á upplýsingagjöf á vefsíðum sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk á grundvelli frumkvæðisskyldu sveitarfélaga sbr. 32. gr. laga nr. 38/2018.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:56.
Samþykkt samhljóða.