Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

53. fundur 06. febrúar 2024 kl. 16:31 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Helgi Pétur Ottesen boðaði forföll.

1.Trúnaðarmál

2010017

Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Tekin voru 2 trúnaðarmál fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd. Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók.

2.Sportabler- frístundakerfi

2401029

Skráningar- og greiðslukerfi Sportabler.
Við skráningu barna í gegnum Sportabler getur sveitarfélagið komið frístundastyrkjum til íbúa í gegnum rafrænt ferli og einfaldar foreldrum að sækja tómstundastyrkinn. Einnig er mikill tímasparnaður fyrir starfsfólk Hvalfjarðarsveitar þar sem verkferlar eru gerðir sjálfvirkari og einfaldari. Gott utanumhald er á hvað margir eru að nýta sér frístundastyrkinn og hægt er að fá góða tölfræði í gegnum kerfið.

Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur því til að sveitastjórn samþykki framlagðan samning um skráningakerfið Sportabler til reynslu út árið 2024.

Fjölskyldu- og frístundanefnd óskar eftir viðauka vegna samnings við Sportabler vegna uppsetningar og tengingar annarsvegar og hinsvegar vegna mánaðarlegra gjalda, samtals upphæð kr. 481.800.- Málinu vísað til sveitastjórnar.

3.Forvarnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum - samstarf lykilaðila

2310063

Lögreglustjórinn á Vesturlandi vill í samvinnu við Ríkislögreglustjóra hefja svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Vesturlandi í því skyni að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúanna og tryggja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á svæðinu. Mun samráðið byggja á samstarfi sem er nú þegar fyrir hendi og stefnt er það því að útvíkka samstarfið og efla enn frekar. Jafnframt verður leita leiða til að þróa aðgerðir sem miða að draga úr ofbeldi og bæta þjónustu við þolendur í umdæminu.



Óskað er eftir samstarfsyfirlýsingu sveitarfélaga á vesturlandi og óskað eftir fulltrúa frá okkar sveitarfélagi.
Fjölskyldu- og frístundanefnd fagnar því að hefja eigi svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi og leggur nefndin til að Hvalfjarðarsveit taki þátt í því samráði í því skyni að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúanna og tryggja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á svæðinu. Málinu vísað til sveitarstjórnar til samþykkis.

4.Félagsmiðstöðin 301

2402003

Kvenfélagið Lilja færði félagsmiðstöðinni 301 nýlega veglega gjöf sem mun nýtast vel í starfinu.
Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar Kvenfélaginu Lilju kærlega fyrir rausnarlega gjöf að andvirði 300.000kr. Gjöfin mun nýtast vel í starfi félagsmiðstöðvarinnar 301.

5.Rekstur sundlaugar að Hlöðum

2310002

Sundlaugin að Hlöðum - Ákvörðun fyrir sumarið 2024.
Auglýst var eftir rekstraraðila til að reka sundlaugina að Hlöðum sumarið 2024. Engin umsókn barst með formlegum hætti. Fjölskyldu- og frístundanefnd telur ákjósanlegast að auglýsa aftur eftir rekstraraðila.

Ása Líndal Hinriksdóttir, frístunda- og menningarfulltrúi sat undir liðum nr. 2, 4 og 5.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar