Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2010017
Málsnr. 1908023
Fært í trúnaðarbók.
2.Trúnaðarmál
2010017
Málsnr. 2102026, 2003030, 2012024 og 1908027
Fært í trúnaðarbók.
3.Trúnaðarmál
2010017
Málsnr. 2301038, 2301047 og 2301048
Fært í trúnaðarbók.
4.Trúnaðarmál
2010017
Málsnr. 2010010
Fært í trúnaðarbók.
5.Trúnaðarmál
2010017
Málsnr. 2301013
Fært í trúnaðarbók.
6.Heimaþjónusta aldraðra
2004020
Breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu í Hvalfjarðarsveit
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu í Hvalfjarðarsveit og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
2208023
Verktakasamningur vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir verktakasamning við Sólveigu Sigurðardóttur og vísar erindinu til sveitarstjórnar.
8.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
2002048
Barnvæn sveitarfélög.
Embættismenn stjórnsýslunnar ásamt nefndarmönnum fengu kynningarfræðslu um Barnvæn sveitarfélög frá Unicef þann 18. janúar sl. Fjölskyldu- og frístundanefnd er jákvæð fyrir að farið verði í verkefnið en næsta skref er að farið verði í að setja niður verkefnaáætlun ásamt kostnaðarmati. Félagsmálastjóra er falið að vinna málið áfram.
9.Frístundastefna.
2204059
Drög að frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar.
Drög að frístundastefnu voru kynnt nefndarmönnum og gafst þeim tækifæri á að koma með ábendingar um stefnuna.
10.Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknir
2301046
Niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022.
Þátttakendur voru samtals 10.225 nemendur í 6., 8. og 10. bekk grunnskóla af landinu öllu. Farið var yfir helstu niðurstöður skýrslunnar. Nefndin leggur til að skólastjóra Heiðarskóla verði falið að senda niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar til foreldra og forráðamanna barna í Heiðarskóla.
11.Trúnaðarmál
2010017
Málsnr. 2012028
Fært í trúnaðarbók.
12.Barnaþing í nóvember 2023
2301049
Erindi frá Umboðsmanni barna.
Lagt fram til kynningar.
13.Skólaforðun- Ráðgjafahópur Umboðsmanns barna leitar að frásögnum
2301050
Skólaforðun-Ráðgjafahópur Umboðsmanns barna leitar af frásögnum.
Lagt fram til kynningar. Frístunda- og menningarfulltrúi óskaði eftir við starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar 301 að setja upp plakat til upplýsinga fyrir nemendur.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, málsnr. 2002048.
Málið verður nr. 8 á dagskrá verður það samþykkt.
Samþykkt 5:0