Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

38. fundur 06. október 2022 kl. 16:30 - 19:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Thelma Róbertsdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elín Thelma Róbertsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.
Mál nr. 2204059-Frístundastefna-viljayfirlýsing.
Málið verður nr. 7 á dagskrá verður það samþykkt.

Samþykkt einróma.

1.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2103006
Fært í trúnaðarbók.

2.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2006043 og 2010010
Fært í trúnaðarbók.

3.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2206002
Fært í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2203068
Fært í trúnaðarbók.

5.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2012024
Fært í trúnaðarbók.

6.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar

2208055

Tilnefning í Ungmennaráð.
Bjarki Rúnar Ívarsson óskar eftir lausn frá nefndarstörfum í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar frá 2.9.2022. Hann þakkar kærlega fyrir samstarfið.
Nefndin tilnefnir Kingu Korpak til setu í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar. Nefndin þakkar Bjarka Rúnari fyrir samstarfið og vísar tilnefningu Kingu Korpak til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

7.Frístundastefna - viljayfirlýsing

2204059

Frístundastefna Hvalfjarðarsveitar.
Sveitarstjórn hefur þegar fjallað um tillögur fræðslunefndar vegna málsins sem var á þessa leið: "Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur um gerð frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar og að hann verði skipaður fulltrúum úr grunnskóla, leikskóla, nemendaráði, ungmennaráði, frístunda- og menningarfulltrúa auk fulltrúa úr fræðslunefnd og fjölskyldu- og frístundanefnd.“ Sveitarstjórn bókaði: "Sveitarstjórn tekur jákvætt í tillögu nefndarinnar og er oddvita falið í samstarfi við formenn fræðslunefndar og fjölskyldu- og frístundanefndar að vinna málið áfram. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.“

Fjölskyldu- og frístundanefnd tekur undir tillögu fræðslunefndar og fagnar bókun sveitarstjórnar en leggur jafnframt til að bætt verði við fulltrúa eldri borgara og gætt verði að hagsmunum fatlaðs fólks og fólks af erlendum uppruna.

8.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2012028
Fært í trúnaðarbók.

9.Fjárhagsáætlun Fjölskyldu- og frístundanefndar 2023

2210007

Fara yfir fjárhagsáætlun 2023.
Félagsmálastjóri og frístunda- og menningarfulltrúi fóru yfir fjárhagsáætlun.

10.Félagsmiðstöð 301, starfsárið 2022-2023

2210011

Fara yfir skipulag.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi og skipulag Félagsmiðstöðvarinnar 301.

11.Félagsstarf eldri borgara 2022

2201062

Fara yfir skipulag á Opnu húsi eldri borgara.
Ingibjörg Eyja Erlingsdóttir og Sigrún Sólmundardóttir komu inn á fundinn og kynntu opið hús eldri borgara fyrir nefndarmönnum.

12.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

2208023

Staða á innleiðingu laga í þágu farsældar barna.
Fjölskyldu- og frístundanefnd telur mikilvægt að hefja vinnu við innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og að hún verði unnin frá upphafi í góðu samstarfi allra þeirra er koma að málefnum barna í Hvalfjarðarsveit.

13.Til umsagnar frumvarp til laga um tæknifrjóvgun o.fl.

2210009

Frumvarp til laga.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Efni síðunnar