Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

34. fundur 04. maí 2022 kl. 16:30 - 17:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.

Mál nr. 2205011. Málið verður nr. 5 á dagskrá verður það samþykkt.

Samþykkt einróma.

1.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar - Umsóknir

2105004

Umsóknir.
Engin umsókn barst að þessu sinni í Afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar.

2.Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar- Umsóknir.

2104051

Umsóknir.
Ein umsókn barst frá Foreldrafélagi leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað var eftir 50,000 kr. styrk vegna fræðsluerindis frá Eyjólfi Erni Jónssyni.

Nefndin ákvað að styrkja Foreldrafélag leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar um 50,000 kr.

3.Frístundastefna - viljayfirlýsing

2204059

Frístundastefna.
Fráfarandi fulltrúar í fræðslunefnd og fjölskyldu- og frístundanefnd telja mikilvægt að unnin verði frístundastefna fyrir Hvalfjarðarsveit á næsta kjörtímabili (2022-2026) sem tekur til fjölbreytts og skapandi frístundastarfs í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa en þó með sérstaka áherslu á börn, ungmenni og eldri borgara. Slík stefnumótunarvinna mun styðja við og efla þróun frístundastarfs í sveitarfélaginu og styrkja forvarnir, heilsueflingu og almenna lýðheilsu íbúa Hvalfjarðarsveitar.

4.Aukið félagsstarf fullorðinna 2022 vegna Covid-19.

2103109

Erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Sveitarfélögum gefst kostur á að sækja um fjárframlag (1,200 kr. á einstakling)til að styðja við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna árið 2022 umfram hefðbundið starf í félagsstarfi fullorðinna, 67 ára og eldri, árið 2022.
Frístunda- og menningarfulltrúa ásamt félagsmálastjóra er falið að leggja inn umsókn og skipuleggja starfið í samráði við nefndina.

5.Samstarfssamningur milli Hvalfjarðarsveitar og Íþróttabandalag Akraness

2205011

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Hvalfjarðarsveitar og Íþróttabandalag Akraness.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Samningur þessi er mikilvægur liður í að styðja við öflugt íþrótta, forvarna- og félagsstarf fyrir samfélagið í Hvalfjarðarsveit.

Nefndin vísar drögunum til staðfestingar hjá sveitastjórn.

6.Trúnaðarmál

2010017

Trúnaðarmál
Málin voru færð í trúnaðarbók.

7.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2103006
Málin voru færð í trúnaðarbók.

8.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál.

2203049

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

9.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.

2205002

Erindi frá velferðanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðgengismál fatlaðs fólks.

2110016

Bréf frá Römpum um Ísland um verklagsreglur stjórnar verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Efni síðunnar