Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

33. fundur 06. apríl 2022 kl. 16:30 - 18:42 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir varamaður
  • Inga María Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Helga Harðardóttir og Helga Jóna Björgvinsdóttir boðuðu forföll.

1.Vor - og haustfrístund 2022

2203040

Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal foreldra þar sem kannað var hugsanleg nýting á frístund fyrir börn í 1-4. bekk í júní og ágúst.
Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar foreldrum fyrir góða þátttöku í könnunni um áhuga fyrir sumar- og haustfrístund 2022. Niðurstaðan sýnir að mikill áhugi er meðal foreldra að nýta slíkt úrræði. Búið er að finna starfsfólk til að sinna frístund í júní. Nefndin fagnar því að geta boðið þessa þjónustu í sveitarfélaginu.

2.Vinnuskóli 2022

2202033

Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar 2022. Farið yfir starfsmannamál og önnur mál.
Farið var yfir skipulag og starfsmannamál vinnuskólans í sumar og ákveðið að bjóða 8. bekk vinnu í allt sumar. Fjármagn er þegar tryggt í fjárhagsáætlun.

3.Forvarnir.

1910041

Úthlutun úr forvarnarsjóði 2022.
Fjölskyldu og frístundanefnd samþykkir að setja 100.000kr í forvarnarverkefni í samvinnu við Heiðarskóla og foreldrafélagið. Fræðsluerindið er vegna netöryggis og samskipta á samfélagsmiðlum.

4.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar

2011001

Endurskoðun á jafnréttistefnu Hvalfjarðarsveitar.
Gerðar voru smávægilegar breytingar á jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar og jafnframt lagt fram framkvæmdaráætlun 2019-2023. Nefndin samþykkir þessar breytingar og vísar henni til sveitastjórnar.

5.Málefni flóttafólks.

2203028

Erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Fjölskyldu- og frístundanefnd fagnar bókun sveitarstjórnar vegna málsins, sem er afar brýnt, og að stofnaður hafi verið verkefnahópur vegna þess. Félagsmálastjóri sat upplýsingafund ráðuneytisins sem haldinn var með áhugasömum sveitarfélögum og á næstu dögum mun verkefnahópurinn funda, fara yfir stöðuna og næstu skref.

6.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2201043
Fært í trúnaðarbók.

7.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2203036
Fært í trúnaðarbók.

8.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2010010
Fært í trúnaðarbók.

9.Breytt skipulag barnaverndar.

2112003

Frestun gildistöku breytinga á barnaverndarlögum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:42.

Efni síðunnar