Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

30. fundur 12. janúar 2022 kl. 16:36 - 18:38 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.

Mál nr. 221029 - Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022. Málið verður nr. 8 á dagskrá verður það samþykkt.

Samþykkt einróma.

1.Leynileikhúsið

2201017

Síðastliðið haust hélt Leynileikhúsið námskeið á Akranesi undir stjórn Urðar Bergsdóttur leikkonu og skráðu sig til leiks 10 krakkar úr 1-3 bekk Heiðarskóla. Mikil ánægja var með námskeiðið sem endaði með léttri og fjörugri leiksýningu í leikhúsi Leynileikhússins í Kópavogi. Fjölskyldu- og frístundarnefnd hefur náð samkomulagi við Leynileikhúsið og verður leiklistarnámskeið haldið í Heiðarborg á vorönn 2022.
Nefndin óskar eftir endurgjaldslausum afnotum af Heiðarborg fyrir Leynileikhúsið við sveitarstjórn á þriðjudögum frá klukkan 16:00-18:00 frá 1. febrúar til 15. mars. Afnotin verða bókuð til tekna á Íþróttamiðstöðina Heiðarborg og til gjalda sem styrkveiting til Æskulýðs- og íþróttamála.

2.Reglur um fjárhagsaðstoð

2002002

Reglur um fjárhagsaðstoð endurskoðaðar
Nefndin fór yfir reglur um fjárhagsaðstoð og gerði nokkrar breytingartillögur.

Lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 9. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr 186,750 kr. í 196,272 kr.

Nefndin vísar breytingartillögunum til samþykktar hjá sveitarstjórn.

3.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2112032
Fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2106072
Fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarbók.

5.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2003030, 2012024, 2012026
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

6.Barnapakki í Hvalfjarðarsveit

2111034

Minnisblað lagt fram með tillögu af útfærslu af Barnapakka til nýbura í sveitarfélaginu.
Kynning á tillögu á barnapakka. Rætt var um útfærslu og framkvæmd. Ákveðið var að vinna og þróa verkefnið frekar.

7.Áhrif Covid-19 á gæði þjónustu við fatlað fólk - niðurstaða athugunar

2112034

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar vekur athygli á nýútgefnum niðurstöðum athugunar stofnunarinnar á áhrifum Covid-19 á gæðum þjónustu við fatlað fólk. Finna má stutta samantekt á skýrslunni á vefsíðu GEF.

Helstu niðurstöður athugunarinnar eru eftirfarandi:
*Tryggja þarf að viðbragðsáætlanir taki tillit til fatlaðs fólks
*Miðla þarf upplýsingum til samfélagsins með fjölbreyttum hætti
*Bregðast þarf við afleiðingum félagslegrar einangrunar
*Huga þarf að stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði
*Þörf er á átaki varðandi ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu
*Áfram þarf að stuðla að sveigjanleika og þróun í þjónustu
*Samstarf þjónustukerfa er lykilatriði í lausnum
Lagt fram.

8.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar

2201029

Lagt fram drög að húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:38.

Efni síðunnar