Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

28. fundur 03. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Helga Harðardóttir boðaði forföll. Ása Líndal kom inn á fundinn í lið 1 og 3.

1.Félagsmiðstöð 301- árið 2021-2022

2111003

Í mars 2021 var ákveðið að fjölga opnu húsi í félagsmiðstöðinni 301 fyrir miðstig, úr tveimur í þrjú skipti í mánuði fram að áramótum.
Mikill áhugi er hjá miðstiginu og félagsmiðstöðin 301 almennt mjög vel sótt. Nefndin telur mjög mikilvægt að efla og styðja við félagsstarfið á miðstiginu og felur frístundafulltrúa að yfirfara þann lið í fjárhagsáætlun svo opið hús verði þrjú skipti í mánuði hér eftir. Rétt er að geta þess að núna í haust hefur opið hús verið tvisvar í mánuði vegna starfsmannamála en það horfir til betri vegar.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að opið hús hjá félagsmiðstöðinni 301 verði framvegis í þrjú skipti í mánuði hjá miðstiginu og fjármagn verði tryggt skv. tillögu frístundafulltrúa.

2.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Boð frá UNICEF um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Nefndin ræddi erindi UNICEF en afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi. Ákveðið er að leggja til við sveitarstjórn að sótt verði um þátttöku í verkefninu árið 2023 og undirbúningur hefjist haustið 2022.

Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

3.Forvarnir.

1910041

Tillaga að ráðstöfun úr forvarnarsjóði fyrir 2021.

Um er ræða fræðslu frá Barnaheill fyrir starfsmenn Skýjaborgar. Fræðslan heitir Verndarar barna og er um 2klst. fyrirlestur.
Verð samtals 80.000 kr.

Lagt til að styrkja félagsmiðstöðina 301 um 200.000 kr. til að vera með fræðslu í kringum opið hús.
Nefndin samþykkir forvarnarfræðslu frá Barnaheill fyrir starfsmenn Skýjaborgar, upphæð 80.000 kr.

Nefndin samþykkir forvarnarstyrk að upphæð 200.000 kr. til félagsmiðstöðvarinnar 301 fyrir miðstig og elsta stig. Nefndin felur frístundafulltrúa og starfsmönnum 301 að sjá um framkvæmdina í samræmi við umræður á fundinum.

4.Heimasíða Hvalfjarðarsveitar

2111002

Lagt til viðbætur á heimasíðunni þar sem flýtiaðgangur verði gerður til að tilkynna barnaverndarmál.
Nefndin skoðaði heimasíður þeirra sveitarfélaga sem innihalda áberandi flýtileið til að tilkynna til barnaverndar.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að þessar viðbætur verði settar á heimasíðuna í samráði við félagsmálastjóra.

5.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2106072
Félagsþjónusta
Fært í trúnaðarbók.

6.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2110047
Félagsþjónusta
Fært í trúnaðarbók.

7.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2012025
Félagsþjónustumál
Fært í trúnaðarbók.

8.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

2110015

Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Á sl. fundi sveitarstjórnar var ákveðið að boða til sameiginlegs fundar fræðslunefndar, sveitarstjórnar og fjölskyldu- og frístundanefndar vegna innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Sveitarstjóri hefur boðað til fundarins þann 22. nóvember nk.

Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndinni inntak laganna.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar