Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
2002048
Boð frá UNICEF um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Nefndin þakkar UNICEF fyrir boð um þátttöku í verkefninu en nefndin fékk kynningu frá UNICEF um verkefnið í byrjun þessa árs. Umræður voru um verkefnið og nefndin tók jákvætt í boðið. Félagsmálastjóra og formanni var falið að kynna sér málið frekar og ákveðið að fresta afgreiðslu málsins fram að næsta fundi.
2.Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur fyrir börn á tekjulágum heimilum haustönn 2021.
2010013
Félagmálaráðuneytið úthlutar út árið 2021 sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs. Fyrir 31. desember 2021 skal greiða íþrótta- og tómstundastyrk með börnum fæddum á árunum 2006 til 2015 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum. Með tekjulágum heimilum er átt við heimili þar sem heildartekjur voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2021. Styrk skal greiða vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á haustönn 2021, allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn.
Sveitarfélög setja reglur um um framkvæmdina. Hvalfjarðarsveit hefur sett sér reglur í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um úthlutun styrksins. Drög að reglum Hvalfjarðarsveitar um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum á haustönn 2021 lögð fyrir nefndina.
Sveitarfélög setja reglur um um framkvæmdina. Hvalfjarðarsveit hefur sett sér reglur í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um úthlutun styrksins. Drög að reglum Hvalfjarðarsveitar um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum á haustönn 2021 lögð fyrir nefndina.
Nefndin samþykkir uppfærðar reglur um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilinum haustönn 2021 og vísar þeim til samþykktar hjá sveitarstjórn.
3.Erindi frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
2109017
Erindi frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fyrirspurn um frístund/námskeið á sumrin og hækkun á heimagreiðslum eftir fæðingarorlof og val um að vera heima með barni upp að 2 ára aldri.
Fyrirspurn um frístund/námskeið á sumrin og hækkun á heimagreiðslum eftir fæðingarorlof og val um að vera heima með barni upp að 2 ára aldri.
Nefndin þakkar foreldrafélaginu fyrir erindið og fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf. Nefndin felur félagsmálastjóra og formanni að svara erindinu.
4.Forvarnir.
1910041
Tillaga að ráðstöfun úr forvarnarsjóði fyrir 2021.
Um er ræða fræðslu frá Barnaheill, annars vegar fyrir nemendur á mið- og efstastigi í Heiðarskóla og hins vegar fyrir starfsfólk í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðsla fyrir 5.-7.bekk bæði varðandi einelti og kynferðisofbeldi. Fræðslan er samtals 4 kennslustundir. Verð samtals 60.000kr.
Verndarar barna 2 klst. fyrirlestur fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Verð samtals 80.000 kr.
Fræðsla fyrir 8.-10.bekk bæði varðandi einelti og kynferðisofbeldi. Fræðslan er samtals 4 kennslustundir. Verð samtals 60.000 kr.
Heildarkostnaður fyrir fræðsluna er 200.000 kr.
Um er ræða fræðslu frá Barnaheill, annars vegar fyrir nemendur á mið- og efstastigi í Heiðarskóla og hins vegar fyrir starfsfólk í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðsla fyrir 5.-7.bekk bæði varðandi einelti og kynferðisofbeldi. Fræðslan er samtals 4 kennslustundir. Verð samtals 60.000kr.
Verndarar barna 2 klst. fyrirlestur fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Verð samtals 80.000 kr.
Fræðsla fyrir 8.-10.bekk bæði varðandi einelti og kynferðisofbeldi. Fræðslan er samtals 4 kennslustundir. Verð samtals 60.000 kr.
Heildarkostnaður fyrir fræðsluna er 200.000 kr.
Nefndin samþykkir ráðstöfun að upphæð 200.000 kr. úr forvarnarsjóði í verkefnið.
5.Reglur um þjónustu við fatlað fólk í Hvalfjarðarsveit
2108019
Lokaútgáfa af reglum Hvalfjarðarsveitar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk og reglum um notendasamninga fyrir fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna í Hvalfjarðarsveit lögð fyrir nefndina.
Á 26. fundi nefndarinnar var farið yfir drög að nýjum reglum. Nefndin hefur yfirfarið reglurnar og samþykkir þær.
Á 26. fundi nefndarinnar var farið yfir drög að nýjum reglum. Nefndin hefur yfirfarið reglurnar og samþykkir þær.
Á 26. fundi nefndarinnar var farið yfir drög að nýjum reglum. Nefndin hefur yfirfarið reglurnar og samþykkir þær. Nefndin vísar afgreiðslu málsins til samþykktar hjá sveitarstjórn.
6.Fjárhagsáætlun - Tillögur frá fulltrúum Íbúalistans.
2109036
Erindi frá Íbúalistanum, framlagðar tilllögur fulltrúa Íbúalistans vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2022-2026.
1. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að hækka íþrótta- og tómstundastyrk í 90 þúsund krónur á ári fyrir börn 0-18 ára. Í ljósi þess að börn í Hvalfjarðarsveit þurfa að leita til nágrannasveitarfélaga til íþróttaiðkunar og foreldrar verja miklum tíma og fjármunum vegna aksturs sem kemur til vegna þessa, leggjum við það til að íþrótta- og tómstundastyrkurinn verði hækkaður í 90 þúsund krónur á barn á ári. Íþrótta og tómstundaiðkun er besta forvörnin.
2. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að Hvalfjarðarsveit gefi öllum nýburum í sveitarfélaginu Nýburapakka. Í þessum pakka getur verið nokkrir hlutir sem nýtist nýja barninu fyrstu mánuðina, sem dæmi má t.d. telja upp taubleiur, samfellur, sokkabuxur, snuð og ýmislegt fleira. Nokkur sveitarfélög hafa farið þessa leið til að bjóða minnstu íbúana velkomna. Sveitarfélagið getur leitast til við að fara í samstarf með fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu um að útvega varning til að setja í pakkann.
3. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að heimagreiðslur til foreldra verði hækkaðar. Samhliða uppbyggingu í Hvalfjarðarsveit má gera ráð fyrir íbúafjölgun og þar með verði fjölgun á börnum, því er útlit fyrir að von bráðar verði biðlisti á leikskólann og því brýnt að bregðast fljótt við. Á meðan úrræðin fyrir barnafjölskyldur eru af skornum skammti þarf sveitarfélagið að bregðast við og hækka heimagreiðslurnar til fjölskyldna svo annað foreldrið eigi kost á að vera heima með barnið þangað til það kemst inn á leikskólann.
4. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að tryggt verði fjármagn fyrir leikjanámskeiði eða frístund fyrir börn 6-9 ára á sumrin. Tryggja þarf nægilegt fjármagn til að geta haldið úti leikjarnámskeiði eða frístund fyrir 6-9 ára börn í a.m.k. 7-8 vikur yfir sumarið. Samfélagið er að breytast, er að færast frá því að vera mikið bændasamfélag yfir í meiri fjölbreytni. Fólk stundar meira vinnu frá heimili og það vantar úrræði fyrir börnin yfir sumartímann.
Sveitastjórn vísaði erindinu áfram frá Íbúalistanum til viðkomandi nefnda.
1. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að hækka íþrótta- og tómstundastyrk í 90 þúsund krónur á ári fyrir börn 0-18 ára. Í ljósi þess að börn í Hvalfjarðarsveit þurfa að leita til nágrannasveitarfélaga til íþróttaiðkunar og foreldrar verja miklum tíma og fjármunum vegna aksturs sem kemur til vegna þessa, leggjum við það til að íþrótta- og tómstundastyrkurinn verði hækkaður í 90 þúsund krónur á barn á ári. Íþrótta og tómstundaiðkun er besta forvörnin.
2. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að Hvalfjarðarsveit gefi öllum nýburum í sveitarfélaginu Nýburapakka. Í þessum pakka getur verið nokkrir hlutir sem nýtist nýja barninu fyrstu mánuðina, sem dæmi má t.d. telja upp taubleiur, samfellur, sokkabuxur, snuð og ýmislegt fleira. Nokkur sveitarfélög hafa farið þessa leið til að bjóða minnstu íbúana velkomna. Sveitarfélagið getur leitast til við að fara í samstarf með fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu um að útvega varning til að setja í pakkann.
3. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að heimagreiðslur til foreldra verði hækkaðar. Samhliða uppbyggingu í Hvalfjarðarsveit má gera ráð fyrir íbúafjölgun og þar með verði fjölgun á börnum, því er útlit fyrir að von bráðar verði biðlisti á leikskólann og því brýnt að bregðast fljótt við. Á meðan úrræðin fyrir barnafjölskyldur eru af skornum skammti þarf sveitarfélagið að bregðast við og hækka heimagreiðslurnar til fjölskyldna svo annað foreldrið eigi kost á að vera heima með barnið þangað til það kemst inn á leikskólann.
4. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að tryggt verði fjármagn fyrir leikjanámskeiði eða frístund fyrir börn 6-9 ára á sumrin. Tryggja þarf nægilegt fjármagn til að geta haldið úti leikjarnámskeiði eða frístund fyrir 6-9 ára börn í a.m.k. 7-8 vikur yfir sumarið. Samfélagið er að breytast, er að færast frá því að vera mikið bændasamfélag yfir í meiri fjölbreytni. Fólk stundar meira vinnu frá heimili og það vantar úrræði fyrir börnin yfir sumartímann.
Sveitastjórn vísaði erindinu áfram frá Íbúalistanum til viðkomandi nefnda.
1. Í upphafi þessa kjörtímabils var íþrótta- og tómstundastyrkur fyrir börn frá 0-18 ára hækkaður úr 40.000 kr. í 60.000 kr. og fyrir skömmu hækkaður í 70.000 kr. Stefna fjölskyldu- og frístundanefndar hefur ávallt verið sú að meta umsóknir fyrir íþróttir og tómstundir barna mjög vítt til að halda fjölbreytileika svo hvert barn geti notið sín við sínar íþróttir og tómstundir óháð staðsetningu. Slík ráðstöfun hefur aukið virði styrksins og aðsókn í hann. Við skoðun á eins styrkjum hjá öðrum sveitarfélögum þ.m.t. dreifbýlissveitarfélögum í kringum landið er styrkurinn um 40.000 kr., bundinn grunnskólaaldri og oft bundin við íþróttastarfið í því sveitarfélagi.
Nefndin telur því ekki tilefni til að hækka íþrótta- og tómstundastyrkinn að þessu sinni. Samþykkt: HPO, HH, HJB, MGR á móti: EÓG.
2. Nefndin tekur jákvætt í framlagða tillögu og felur félagsmálastjóra og EÓG að útfæra tillöguna endanlega, kostnaðargreina og leggja til lokaútgáfu. Samþykkt samhljóma.
3. Heimagreiðslur Hvalfjarðarsveitar eru 35.000 kr. á mánuði (skattfrjálsar) skv. gildandi reglum sem endurskoðaðar voru í desember 2020. Hægt er að sækja um heimagreiðslur frá lokum fæðingarorlofs þar til að barn fær leikskólavist sem mögulegt er við 12 mánaða aldur í Hvalfjarðarsveit. Fæðingarorlof fyrir árið 2021 eru 12 mánuðir samtals hjá foreldrum og ætti því að vera bein tenging við leikskóla þar á eftir. Enginn biðlisti er í Skýjaborg eins og staðan er í dag. Samkvæmt yfirliti Hvalfjarðarsveitar þá nýtti enginn sér heimagreiðslur árið 2019, einn aðili árið 2020 og engin hefur fengið heimagreiðslu greidda árið 2021.
Ekki þykir tilefni til að hækka heimagreiðslur Hvalfjarðarsveitar að svo stöddu en reglurnar ásamt krónutölu eru endurskoðaðar ár hvert. Samþykkt samhljóða.
4. Fjármagn til frístundanámskeiðs fyrir sumarið 2021 var tryggt en enginn starfsmaður fékkst til starfa þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Gert var ráð fyrir tvískiptu námskeiði þ.e. einni viku eftir skólaslit í Heiðarskóla og eina viku fyrir skólasetningu. Nefndin samþykkir að lagt verði upp með, við gerð fjárhagsáætlunar, að fjármagna frístundanámskeið fyrir sumarið 2022. Ekki er gert ráð fyrir a.m.k. 7-8 vikum eins og beiðni er um enda nær það tímabil næstum óslitið frá lokun Heiðarskóla að skólasetningu.
Nefndin telur því ekki tilefni til að hækka íþrótta- og tómstundastyrkinn að þessu sinni. Samþykkt: HPO, HH, HJB, MGR á móti: EÓG.
2. Nefndin tekur jákvætt í framlagða tillögu og felur félagsmálastjóra og EÓG að útfæra tillöguna endanlega, kostnaðargreina og leggja til lokaútgáfu. Samþykkt samhljóma.
3. Heimagreiðslur Hvalfjarðarsveitar eru 35.000 kr. á mánuði (skattfrjálsar) skv. gildandi reglum sem endurskoðaðar voru í desember 2020. Hægt er að sækja um heimagreiðslur frá lokum fæðingarorlofs þar til að barn fær leikskólavist sem mögulegt er við 12 mánaða aldur í Hvalfjarðarsveit. Fæðingarorlof fyrir árið 2021 eru 12 mánuðir samtals hjá foreldrum og ætti því að vera bein tenging við leikskóla þar á eftir. Enginn biðlisti er í Skýjaborg eins og staðan er í dag. Samkvæmt yfirliti Hvalfjarðarsveitar þá nýtti enginn sér heimagreiðslur árið 2019, einn aðili árið 2020 og engin hefur fengið heimagreiðslu greidda árið 2021.
Ekki þykir tilefni til að hækka heimagreiðslur Hvalfjarðarsveitar að svo stöddu en reglurnar ásamt krónutölu eru endurskoðaðar ár hvert. Samþykkt samhljóða.
4. Fjármagn til frístundanámskeiðs fyrir sumarið 2021 var tryggt en enginn starfsmaður fékkst til starfa þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Gert var ráð fyrir tvískiptu námskeiði þ.e. einni viku eftir skólaslit í Heiðarskóla og eina viku fyrir skólasetningu. Nefndin samþykkir að lagt verði upp með, við gerð fjárhagsáætlunar, að fjármagna frístundanámskeið fyrir sumarið 2022. Ekki er gert ráð fyrir a.m.k. 7-8 vikum eins og beiðni er um enda nær það tímabil næstum óslitið frá lokun Heiðarskóla að skólasetningu.
7.Trúnaðarmál
2010017
Mál nr. 2105025
Barnaverndarmál
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.
8.Trúnaðarmál
2010017
Mál nr. 2103006
Barnaverndarmál
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.
9.Fjölskyldu- og frístundanefnd - fjárhagsáætlun 2022
2110002
Kynning á fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Frístundafulltrúi ásamt félagsmálastjóra fóru yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 með nefndinni.
10.Tómstundastarf aldraðra
2110003
Opið hús og sundleikfimi.
Frístundafulltrúi fór yfir tómstundastarf aldraðra.
11.Íþróttamiðstöðin Heiðarborg
2110004
Starfsemi Heiðarborgar.
Frístundafulltrúi fór yfir starfsemi Heiðarborgar.
Fundi slitið - kl. 19:25.