Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Forvarnir - umræða
1910041
Umræða um ráðstöfun úr forvarnarsjóði fyrir 2021.
Umræður um forvarnir í Hvalfjarðarsveit og ráðstöfun á forvarnarsjóði fyrir árið 2021.
2.Skólastefna - endurskoðun
1706003
Endurskoðun á skólastefnu Hvalfjarðarsveitar 2016-2019.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar að drögin væru send til skoðunar og yfirlestrar hjá Fjölskyldu- og frístundarnefnd.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar að drögin væru send til skoðunar og yfirlestrar hjá Fjölskyldu- og frístundarnefnd.
Nefndin fór yfir drögin og gerir engar athugasemdir.
3.Áfrýjun til Fjölskyldu- og frístundanefndar
2101102
Áfrýjun til Fjölskyldu- og frístundanefndar.
Erindið og afgreiðsla þess var færð í trúnaðarbók.
4.Trúnaðarmál
2010017
Mál nr. 1908027
Barnaverndarmál.
Barnaverndarmál.
Fært í trúnaðarbók.
5.Trúnaðarmál
2010014
Mál nr. 2010061
Fjárhagsaðstoð
Fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarbók.
6.Trúnaðarmál
2010014
Mál nr. 2012025
Barnaverndarmál
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.
7.Trúnaðarmál
2010014
Mál nr. 1908034
Barnaverndarmál.
Barnaverndarmál.
Fært í trúnaðarbók.
8.Samvinna eftir skilnað - Reynsluverkefni
2011042
Kynning á innleiðingu verkefnisins Samvinna eftir skilnað - Barnanna vegna.
Fjölskyldu- og frístundanefnd hefur samþykkt að félagsmálastjóri taki þátt í reynsluverkefninu, Samvinna eftir skilnað (SES-Ísland). Nú liggja fyrir drög að útfærslu á verkefninu og mun Hvalfjarðarsveit vera í samstarfi við Akraneskaupstað í vinnslu verkefnisins.
Félagsmálastjóri fór yfir kynningu á verkefninu "Samvinna eftir skilnað (SES-Ísland)" ásamt útfærslu Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar á þjónustunni og samstarfi sveitarfélaganna.
Félagsmálastjóri fór yfir kynningu á verkefninu "Samvinna eftir skilnað (SES-Ísland)" ásamt útfærslu Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar á þjónustunni og samstarfi sveitarfélaganna.
9.Búsetuþjónusta fatlaðra
2101061
Kynning á úttekt á gæðum í þjónustu við fatlað fólk í Herdísarholti.
Félagsmálastjóri kynnti nefndinni nýja skýrslu um þjónustu við fatlað fólk í Herdísarholti. Nefndin fól félagsmálastjóra áframhaldandi vinnu málsins.
10.Önnur mál-fjölskyldunefnd
1506028
Önnur mál
1. 301 félagsmiðstöðin - miðstig
2. Öldrunarþjónusta - fræðsla á vorönn 2021
1. 301 félagsmiðstöðin - miðstig
2. Öldrunarþjónusta - fræðsla á vorönn 2021
1. Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar með nefndinni en tillögur hafa komið fram varðandi fjölgun á opnu húsi fyrir miðstigið sem er núna tvisvar í mánuði.
Nefndin felur frístunda- og menningarfulltrúa að útbúa könnun fyrir miðstigið þar sem áhugi verði kannaður, kostnaðargreining verði gerð á fjölgun um eitt skipti á mánuði og aflað verði þátttökuskýrslu frá umsjónarmönnum félagsmiðstöðvarinnar. Málið verður fært til dagskrár á næsta fundi nefndarinnar.
2. Félagsmálastjóri og Frístunda- og menningarfulltrúi kynna fyrir nefndinni væntanleg námskeið fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu. Er það hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands um aukið samstarf á sviði öldrunarmála á Vesturlandi.
Nefndin felur frístunda- og menningarfulltrúa að útbúa könnun fyrir miðstigið þar sem áhugi verði kannaður, kostnaðargreining verði gerð á fjölgun um eitt skipti á mánuði og aflað verði þátttökuskýrslu frá umsjónarmönnum félagsmiðstöðvarinnar. Málið verður fært til dagskrár á næsta fundi nefndarinnar.
2. Félagsmálastjóri og Frístunda- og menningarfulltrúi kynna fyrir nefndinni væntanleg námskeið fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu. Er það hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands um aukið samstarf á sviði öldrunarmála á Vesturlandi.
Fundi slitið - kl. 19:10.