Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

20. fundur 05. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson ritari
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sólveig Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Sólveig Sigurðardóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Kynning UNICEF á verkefninu barnvænt sveitarfélag.
Hanna Borg Jónsdóttir frá UNICEF á Íslandi flutti kynningu á verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Kynningin fór fram með fjarfundarbúnaði og var Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri gestur fundarins undir þessum lið.

2.Reglur um fjárhagsaðstoð

2002002

Reglur um fjárhagsaðstoð endurskoðaðar.
Lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 9. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr 178,985 kr. í 186,750 kr.

Nefndin vísar afgreiðslu málsins til samþykktar hjá sveitarstjórn.

3.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2006043
Barnaverndarmál
Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók.

4.Umsögn um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.

2012043

Lagt fram.

5.Umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.

2012044

Lagt fram.

6.Umsögn um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.

2012045

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar