Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

18. fundur 04. nóvember 2020 kl. 16:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson ritari
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
  • Sólveig Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Sólveig Sigurðardóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Erindi frá foreldrafélagi Heiðarskóla.

2010042

Foreldrafélag leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar sendir fyrirspurn, dags. 9/10/20, um fagaðila í skólanum. Spurt er hvort það væri starfandi þroskaþjálfi í sveitarfélaginu vegna þjónustu við fötluð börn. Skv. 26. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfi ber sveitarfélaginu að hafa þroskaþjálfa í starfi. Fræðslunefnd vísar erindinu til fjölskyldu- og frístundanefndar.
Nefndin þakkar foreldrafélaginu fyrir erindið. Fyrir rúmum mánuði síðan tók sveitarfélagið við fyrrgreindum málaflokki og hefur verið í vinnslu innleiðing og verkefnagreining á málaflokknum sjálfum. Nefndin tekur undir bókun sveitarstjórnar á fundi nr. 318 að samnýting þroskaþjálfara fyrir sveitarfélagið og skólasamfélagið sé álitlegur kostur og unnið verði að greiningu á þeim þætti. Nefndin felur félagsmálastjóra og formanni að fylgja málinu eftir f.h. nefndarinnar.

2.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2010039.
Umsókn um félagslega liðveislu.
Erindið og afgreiðsla þess færð í trúnaðarbók og undir mál númer 2010039.

3.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2010061.
Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Erindið og afgreiðsla þess færð í trúnaðarbók og undir mál númer 2010061.

4.Fjárhagsáætlun Fjölskyldu- og frístundanefndar

2010089

Kynning á fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
Félagsmálastjóri og frístunda- og menningarfulltrúi fóru yfir fjárhagsáætlunina fyrir árið 2021 með nefndinni. Engar athugasemdir voru gerðar varðandi fjárhagsáætlunina.

5.Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala-beiðni um inngöngu.

2010057

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur óskað eftir inngöngu í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Byggðarráð Borgarbyggðar tók jákvætt í beiðnina og fól velferðarnefnd að vinna nánar að aðkomu Hvalfjarðarsveitar að Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala og vísa til umsagnar í Barnaverndarnefnd.
Nefndin styður heilshugar ósk sveitarstjórnar um inngöngu í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.

6.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar

2011001

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.

Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru 50 karlar og 51 kona.
Nefndin gerir engar athugasemdir við stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar