Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
Sunneva Hlín Skúladóttir boðaði forföll
1.Drög að stefnu í íþrótta- og tómstundamálum.
1505001
Stefnumótun í íþrótta-,æskulýðs- og tómstundamálum.
Nefndin ræddi hvernig haga ætti stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum. Stefnumótun þessara mála er samvinnuverkefni með fræðslunefnd og felur nefndin frístundafulltrúa að skipuleggja vinnufund.
2.Forvarnir.
1910041
Forvarnir- Umræða.
Nefndin ræddi um hvernig ráðstafa ætti úr forvarnarsjóði ársins 2020. Nefndin ákvað að fjármunir úr þeim sjóði rynni í forvarnir í skólasamfélagi Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin fól frístundafulltrúa að kanna möguleika á samstarfi við skólastjórnendur og fræðslunefnd.
Nefndin fól frístundafulltrúa að kanna möguleika á samstarfi við skólastjórnendur og fræðslunefnd.
3.Forvarnarstefna Hvalfjarðarsveitar.
1506030
Forvarnarstefna - endurskoðuð.
Ákveðið var í samráði við fræðslunefnd að endurskoða og uppfæra forvarnarstefnu Hvalfjarðarsveitar. Ljóst er að um samvinnuverkefni nefndanna að ræða og felur nefndin frístundafulltrúa að skipuleggja vinnufund.
4.Vinnuskóli 2020.
2001058
Reglur vinnuskólans-Yfirfarin.
Nefndin fór yfir reglur Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar og gerði töluverðar breytingar á þeim. Lagt er til að reglurnar verði tilbúnar til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
5.Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar.
1904002
Auglýsing um úthlutun.
Samkvæmt reglum sjóðsins skal árlega auglýsa eftir styrkbeiðnum, eigi síðar en 1. mars og úthlutun skal lokið 1. júní.
Nefndin felur frístundafulltrúa að auglýsa með hefðbundnum hætti eftir styrkbeiðnum.
Nefndin felur frístundafulltrúa að auglýsa með hefðbundnum hætti eftir styrkbeiðnum.
6.Reglur um heimagreiðslur.
2002003
Reglur endurskoðaðar.
Nefndin fór yfir reglur um heimagreiðslur og gerði minniháttar breytingar. Engin breyting var gerð á krónutölu styrks.
Nefndin vísar endurskoðuðum reglum um heimagreiðslur til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
Nefndin vísar endurskoðuðum reglum um heimagreiðslur til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
7.Reglur um fjárhagsaðstoð.
2002002
Reglur endurskoðaðar.
Nefndin fór yfir reglur um fjárhagsaðstoð en skv. 9. gr. ber að endurskoða grunnfjárhæð ár hvert og hafa almennt til hliðsjónar hækkun á neysluvísitölu milli ára við ákvörðun hækkunar á krónutölu.
Nefndin ákvað að ekki væri tilefni til að hækka fjárhagsaðstoðina árið 2020.
Nefndin vísar endurskoðuðum reglum um fjárhagsaðstoð til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Nefndin ákvað að ekki væri tilefni til að hækka fjárhagsaðstoðina árið 2020.
Nefndin vísar endurskoðuðum reglum um fjárhagsaðstoð til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Reglur um akstursþjónustu eldri borgara.
2002001
Reglur endurskoðaðar.
Nefndin endurskoðaði reglur um akstursþjónustu eldri borgara og gerði minniháttar breytingar á reglunum.
Nefndin vísar endurskoðuðum reglum um akstursþjónustu eldri borgara til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
Nefndin vísar endurskoðuðum reglum um akstursþjónustu eldri borgara til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
9.Samningur um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra í Hvalfjarðarsveit.
1905047
Samningur við Akraneskaupstað.
Nefndin lýsir ánægju sinni með hvernig fyrrgreindur samningur hefur reynst frá undirritun síðan 27.06.2019. Nefndin telur að vel sé staðið að fagþjónustu til sveitarfélagsins með þessum samningi.
Nefndin hvetur sveitarstjórn til að endurnýja samninginn til lengri tíma.
Nefndin hvetur sveitarstjórn til að endurnýja samninginn til lengri tíma.
10.Samstarf við UMSB.
1910040
Samningur við UMSB.
Frístunda- og menningarfulltrúa er falið að klára samninginn í samræmi við umræður á fundinum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gengið verður frá samstarfssamningi við UMSB samkvæmt framlögðum samningi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gengið verður frá samstarfssamningi við UMSB samkvæmt framlögðum samningi.
11.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020.
1912028
Styrktarbeiðni.
Nefndin þakkar erindið en getur ekki orðið við því.
12.Fundargerð Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar - 5.
2001003F
Lagt fram.
Nefndin tók fyrir til umræðu 2. lið fundargerðarinnar sem ber heitið Auglýsing um tómstundir með eftirfarandi bókun: “Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar ræðir um fjölbreytni í íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði í nágrenni Hvalfjarðarsveitar. Búa til auglýsingu um það sem er í boði sem mun fara inn á netið til upplýsinga."
Nefndin er sammála ungmennaráði að kynna vel þær íþróttir og tómstundir sem í boði eru hverju sinni. Nefndin felur frístundafulltrúa að koma upp verklagi í samstarfi við ungmennaráð og draga saman allar tómstundir og íþróttir á svæðinu sem styrkhæfar eru undir tómstundaávísun. Gert er ráð fyrir að auglýsa þær síðan með skilvirkum hætti m.a. með dreifibréfi, á internetinu og á samfélagsmiðlum amk. 2 sinnum á ári.
Nefndin er sammála ungmennaráði að kynna vel þær íþróttir og tómstundir sem í boði eru hverju sinni. Nefndin felur frístundafulltrúa að koma upp verklagi í samstarfi við ungmennaráð og draga saman allar tómstundir og íþróttir á svæðinu sem styrkhæfar eru undir tómstundaávísun. Gert er ráð fyrir að auglýsa þær síðan með skilvirkum hætti m.a. með dreifibréfi, á internetinu og á samfélagsmiðlum amk. 2 sinnum á ári.
Fundi slitið - kl. 18:25.