Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
Sæmundur Rúnar Þorgeirsson boðaði forföll og Inga María Sigurðardóttir kom í hans stað.
1.Forvarnir.
1910041
Forvarnarmál.
Tvær tillögur voru lagðar fyrir nefndina.
1. Kaup á tveimur hjartastuðtækjum ásamt skápum og neyðarbúnaði sem uppsett verða í stjórnsýsluhúsinu og Heiðarskóla. Hjartastuðtækið sem staðsett yrði í stjórnsýsluhúsinu væri einnig ætlað til þjónustu við Skýjaborg og Melahverfið. Hjartastuðtækið sem staðsett yrði í Heiðarskóla væri flutt á sundlaugina á Hlöðum yfir sumartímann.
2. Tillaga frá fræðslunefnd að fjármagn úr forvarnarsjóði fari til að bjóða kennurum/starfsmönnum í Heiðarskóla og Skýjaborg upp á námskeiðið Verkfærakistan. Verkfærakistan sem hlaut barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna er forvarnarfræðsla til að takast á við einelti og einstaklinga sem glíma við vandamál.
Nefndin fór yfir báðar tillögurnar og mat að þær uppfylltu skilyrði þess að vera forvarnir.
Tillögur Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar á fundi sínum nr. 4 um forvarnir voru kynntar nefndinni og hafðar til hliðsjónar við ákvarðanatöku.
Nefndin ákvað að kaupa tvö hjartastuðtæki ásamt fylgihlutum eins og kemur fram í lið nr. 1.
Tilboð frá Donna ehf. er að upphæð 411.625 kr. og var það samþykkt.
Frístunda- og menningarfulltrúa var falið að ganga frá kaupunum.
Nefndin mun fjalla aftur um tillögu fræðslunefndar í lið nr. 2 á fundi í janúar.
1. Kaup á tveimur hjartastuðtækjum ásamt skápum og neyðarbúnaði sem uppsett verða í stjórnsýsluhúsinu og Heiðarskóla. Hjartastuðtækið sem staðsett yrði í stjórnsýsluhúsinu væri einnig ætlað til þjónustu við Skýjaborg og Melahverfið. Hjartastuðtækið sem staðsett yrði í Heiðarskóla væri flutt á sundlaugina á Hlöðum yfir sumartímann.
2. Tillaga frá fræðslunefnd að fjármagn úr forvarnarsjóði fari til að bjóða kennurum/starfsmönnum í Heiðarskóla og Skýjaborg upp á námskeiðið Verkfærakistan. Verkfærakistan sem hlaut barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna er forvarnarfræðsla til að takast á við einelti og einstaklinga sem glíma við vandamál.
Nefndin fór yfir báðar tillögurnar og mat að þær uppfylltu skilyrði þess að vera forvarnir.
Tillögur Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar á fundi sínum nr. 4 um forvarnir voru kynntar nefndinni og hafðar til hliðsjónar við ákvarðanatöku.
Nefndin ákvað að kaupa tvö hjartastuðtæki ásamt fylgihlutum eins og kemur fram í lið nr. 1.
Tilboð frá Donna ehf. er að upphæð 411.625 kr. og var það samþykkt.
Frístunda- og menningarfulltrúa var falið að ganga frá kaupunum.
Nefndin mun fjalla aftur um tillögu fræðslunefndar í lið nr. 2 á fundi í janúar.
2.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar-Drög
1510030
Yfirfara stefnuna.
Nefndin ákvað að sameina jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar og jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar undir heiti hins síðarnefnda. Bæði áætlunin og stefnan voru teknar til skoðunar hjá Jafnréttisstofu og mælt var með sameiningu þeirra.
Jafnframt verður tölfræðihluti hennar um kynjahlutföll nefndarmanna fjarlægt úr stefnunni og haft sem lifandi fylgiskjal. Er það einnig gert að tillögu Jafnréttisstofu.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru 49 karlar og 52 konur. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera jafnt og ekki undir 40% kynjahalli.
Nefndin gerir engar athugasemdir við stöðu mála.
Nefndin vísar breytingunni til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
Jafnframt verður tölfræðihluti hennar um kynjahlutföll nefndarmanna fjarlægt úr stefnunni og haft sem lifandi fylgiskjal. Er það einnig gert að tillögu Jafnréttisstofu.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru 49 karlar og 52 konur. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera jafnt og ekki undir 40% kynjahalli.
Nefndin gerir engar athugasemdir við stöðu mála.
Nefndin vísar breytingunni til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
3.Umsóknir í Afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar
1911040
Umsóknir.
Auglýst var eftir styrkþegum í Afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar þann 12. nóvember. Ein umsókn barst og uppfyllti hún skilyrði reglna sjóðsins.
Umsókn frá Sylvíu Mist Bjarnadóttur vegna fimleikaiðkunar.
Nefndin ákvað að veita Sylvíu Mist Bjarnadóttur fjárstyrk að upphæð 150.000 kr. og óskar nefndin henni velfarnaðar.
Umsókn frá Sylvíu Mist Bjarnadóttur vegna fimleikaiðkunar.
Nefndin ákvað að veita Sylvíu Mist Bjarnadóttur fjárstyrk að upphæð 150.000 kr. og óskar nefndin henni velfarnaðar.
4.Þing um málefni barna í nóvember 2019
1901267
Kynning á barnaþingi.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:15.