Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson
aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður og
Ólafur Melsted embættismaður.
Ása Hólmarsdóttir ritari, ritaði fundargerð.
Nefndarmál
1 Ástand gróðurs og umferðaröryggi - Mál nr. 1510008
Borist hefur erindi frá Samgöngustofu dags. 28. september 2015 varðandi ástand
gróðurs og umferðaröryggi.
Lagt fram og kynnt.
2 Tilraunaleyfi Góu ehf. um skeldýrarækt á tveim svæðum í Hvalfirði - Mál nr.
1510029
Borist hefur erindi frá MAST dags. 21. október 2015 þar sem óskað er eftir umsögn
Hvalfjarðarsveitar á umsókn Góu ehf. um skeldýrarækt á tveim svæðum í Hvalfirði.
Málinu frestað. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að óska eftir lengri
umsagnartíma og nánari gögnum um fyrirhugaða ræktun ma. ræktunaraðferðir, stærð
og umfangi ræktunar, mat á hver hugsanleg áhrif ræktunarinnar geta haft á umhverfið
ásamt lýsingu á búnaði, aðstöðu og mannvirkjum eftir atvikum. Einnig óskar nefndin
eftir staðfestingu landeigenda viðkomandi jarða.
3 Fjárhagsáætlun 2016 - nefndir. - Mál nr. 1508008
Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2016.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa og formanni falið að fylgja eftir áherslum
nefndarinnar fyrir árið 2016.
4 Kúludalsá - Endurnýjun á vatnslögn - Ósk um styrk - Mál nr. 1508026
Á 60. fundi USN nefndar 14. október 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Fullnægjandi
gögn hafa borist sveitarfélaginu. USN nefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar 202
að verða við umsókn bréfritara og greiða helming kostnaðar við endurbæturnar, krónur
242.688, enda er verkið í fullu samræmi við reglur sjóðsins." Á 206. fundi
sveitarstjórnar 27. október 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn samþykkir
afgreiðslu USN nefndar um að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við endurbæturnar í
samræmi við reglur styrktarsjóðs vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum
íbúðarhúsum.
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum." Borist hefur viðbótarerindi frá PíPó varðandi
málið.
USN nefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að verða við viðbótarumsókn
bréfritara og greiða helming kostnaðar við endurbæturnar, krónur 24.194.
5 Kynning á starfsleyfi -olíubirgðastöð að Litla Sandi og Digralæk - Olíudreifing
ehf. - Mál nr. 150904
Á 60. fundu USN nefndar 14.október 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd
felur skipulagsfulltrúa, AH og ÁH að vinna drög að athugasemdum vegna tillögu að
starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð að Litla-Sandi og Digralæk fyrir 13. nóv. nk."
USN nefnd fór yfir drög að athugasemdum vegna starfsleyfis og samþykkir að vísa
þeim til afgreiðslu sveitastjórnar.
Skipulagsmál
6 Deiliskipulag hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga, austursvæði -breyting
á deiliskipulagi hafnarsvæðis, austursvæðis - Mál nr. 1510022
Á 60. fundi USN nefndar 14. október 2015 var gerð eftirfarandi bókun: " USN
nefndarmenn óskuðu eftir lengri tíma til að kynna sér gögnin, málinu frestað."
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingu á
deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðis á austursvæði Grundartanga sbr. 1.
mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7 Auglýsingarskilti við Hvalfjarðargöng - Mál nr. 1509043
Á 60. fundi USN nefndar 14. október 2015 var gerð eftirfarandi bókun:
"Skipulagsfulltrúa falið að kanna málið fyrir næsta fund USN nefndar."
Skipulagsfulltrúi hefur kynnt sér málið.
USN nefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
8 Óskað eftir að skipulögð frístundabyggð í landi Beitistaða (sunnan þjóðvegar)
verði breytt í íbúðabyggð. - Mál nr. 1503044
Erindið var tekið fyrir á 60. fundi USN nefndar 14. október 2015 og gerð var
eftirfarandi bókun: "Málinu frestað og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að hafa
samband við bréfritara og afla frekari gagna."
Skipulag- og byggingarfulltrúi hafa kynnt sér málið. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa
að senda málið til umsagnar hjá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun.
9 Breyting deiliskipulags lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, Norðurál -Mál nr. 1409023
Á 60. fundi USN nefndar 14. október 2015 var gerð eftirfarandi bókun:
"Skipulagsfulltrúi lagði fram drög að svörum við þeim athugsemdum sem bárust. USN
nefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að fullvinna svörin í
samræmi við ábendingar nefndarfólks og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar." Borist
hefur erindi frá Faxaflóahöfnum dags. 20. október varðandi breytingu
deiliskipulagsins.
Skipulagsfulltrúi lagði fram svör við athugsemdum sem unnin eru af honum og
lögmanni sveitarfélagsins í samvinnu við USN nefnd. USN nefnd samþykkir
framlagðar tillögur að svörum og vísar málinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.
USN nefnd vekur athygli á því að athugsemdir bárust frá Faxaflóahöfnum eftir að
auglýsingum fresti til að skila inn athugasemdum var lokið. USN nefnd mun því ekki
taka efnislega afstöðu til þeirra ábendinga við afgreiðslu málsins.
10 Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjusandur/Baronsreitur -Mál nr. 1510035
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 21. október 2015 þar sem kynnt er
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
Lagt fram og kynnt. USN gerir ekki athugsemdir við breytingar skipulagsins sbr. 2.
mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
11 Másstaðir 3 - Smáhýsi 5 talsins - Mál nr. 1505027
Á 202. fundi sveitarstjórnar 25. ágúst 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Oddviti lagði
fram eftirfarandi tillögu:
"Byggingarleyfisumsókninni er synjað að svo stöddu þar sem umsóknin samræmist
ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. umsögn Skipulagsstofnunar frá 22. júní sl.
Hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gerir ráð fyrir
sambærilegum framkvæmdum þó þannig að eingöngu sé heimilt að byggja þrjú
frístundahús á hverri jörð, samkvæmt skipulagslýsingu sem nú liggur fyrir. Þá gerir
skipulagslýsingin ráð fyrir því að þegar fleiri en tvö íbúðarhús/frístundahús séu
ráðgerð á sömu jörð skuli deiliskipuleggja svæði sem nær yfir öll húsin. Er
umsækjanda bent á að fylgjast með kynningar- og auglýsingarferli tillögunnar. Í ljósi
þess að tillagan gerir ráð fyrir því að vinna þurfi deiliskipulag er umsækjanda bent á að
hann geti á eigin ábyrgð látið vinna tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar eða þess
svæðis sem byggja á umrædd hús sem mögulegt væri að auglýsa til kynningar
samhliða aðalskipulagsbreytingunni til að flýta því ferli. Er umsækjanda bent á að hafa
samvinnu um það við skipulagsfulltrúa vilji hann fara þá leið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. HS situr hjá við
atkvæðagreiðsluna." Borist hefur tillaga að deiliskipulagi frá Teiknistofunni Storð fh.
landeigenda.
Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Másstaði lagður fram og kynntur.
Í ljósi framkominna athugasemda við aðalskipulagslýsingu
aðalskipulagsbreytingarinnar (sjá lið nr. 12 í dagskrá) getur nefndin ekki tekið afstöðu
til málsins að svo stöddu.
Afgreiðslu frestað.
12 Tillaga L og H lista: Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. -Mál nr. 1308017
Á 58. fundi USN nefndar 20. ágúst 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd
samþykkir fyrir sitt leyti lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að fela
skipulagsfulltrúa að senda lýsingu á verkefninu til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og
umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi sbr. 30.gr. skipulagslaga nr.
123/2010." Á 202. fundi sveitarstjórna 25. ágúst 2015 var gerð eftirfarandi bókun:
"Oddviti bar upp tillögu um breytingu á lýsingu vegna breyttrar stefnumörkunar um
landbúnaðarsvæði:
Breytingartillagan er svohljóðandi og varðar lið nr. 6 á bls. 36 í Aðalskipulagi
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020:
Þegar fleiri en tvö íbúðarhús/frístundahús eru ráðgerð á sömu jörð skal
deiliskipuleggja svæði sem nær yfir öll húsin og aðkomu að þeim. Þjónusta
sveitarfélagsins er takmörkuð og ekki sú sama og í þéttbýli, t.d. hvað varðar
neysluvatn, viðhald vega og snjómokstur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Skipulagslýsingin að samþykktri þessari breytingatillögu borin undir atkvæði og
samþykkt samhljóða. Samþykkt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að senda lýsingu á
verkefninu til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að hún verði
kynnt almenningi sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010"
Skipulagfulltrúi hefur sent skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar til umsagnar hjá
Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum. Umsagnir hafa borist frá Orkusölunni dags. 29.
september 2015, Vegagerðinni dags. 23. september 2015, Skorradalshreppi dags. 6.
október 2015, Minjastofnun Íslands dags. 9. október 2015, Kjósahreppi dags. 10.
október 2015, Bændasamtökum Íslands dags. 6. október 2015, Umhverfisstofnun dags.
18.október 2015, Skipulagsstofnun dags. 15. október 2015 og Akraneskaupstað dags.
4. nóvember 2015.
Í ljósi framkominna ábendinga frá umsagnaraðilum felur USN nefnd formanni og
skipulagsfulltrúa að leita ráðgjafar varðandi flokkun landbúnaðarlands og í framhaldi
mótun stefnu á grundvelli hennar.
13 Glammastaðir - deiliskipulag milli þjóðvegar og Þórisstaðarvatns - Mál nr.
1506031
Á 56. fundi USN nefndar 16. júní 2015 var gerð eftirfarandi bókun:"Málinu frestað,
skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að skoða málið. USN nefnd bendir í þessu
sambandi á fyrri afgreiðslu sveitarstjórnar frá 15. desember 2014 er varðar ósk um
undanþágu frá skipulagsreglugerð 90/2013 um fjarlægð milli bygginga og vega á
Glammastöðum."
Skipulags- og umhverfisfulltrúi hefur fundað með landeigendum, skipulagshöfundi og
lögmanni landeiganda og borist hefur umsögn Fiskistofu.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Veiðifélags Laxár í Leirársveit.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
14 Vallanesland C-1 - Lnr.193585 - Breytingu á sumarhúsi í íbúðarhús - Mál nr.
1504034
Byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri fóru í úttekt á húsnæðinu á Vallaneslandi C-1 í
Hvalfjarðarsveit þann 20.október 2015, eins og óskað var eftir á 54.fundi USN
nefndarinnar. Verið var að meta hvort mannvirkið væri í samræmi við
byggingarreglugerð er varðar skilgreingu á íbúðarhúsnæði.
Mannvirkið uppfyllir kröfur sem íbúðarhúsnæði samkvæmt gildandi
byggingarreglugerð. Hinsvegar stendur sumarhúsið á 3,2 ha sumarhúsalóð sem er
ekki í eigu umsækjanda. Mælt er með að stofnuð verði lóð undir mannvirkið sem verði
skilgreind sem íbúðarhúsalóð. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
15 Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 36 - Mál nr. 1511001F
15.1 1407016 - Bjarkarás 7 - Breyta skráningu úr sumarhúsi í íbúðarhús
15.2 1510042 - Eyrarskógur 87 - Sumarhús - Viðbygging nr. 2
15.3 1510023 - Hafnarskógar 73 - Rekstrarleyfi
15.4 1509039 - Hafnarskógar 81 - Sumarhús
15.5 1509048 - Hjallholt 42 - Stöðuleyfi
15.6 1508024 - Hléskógar 10 - Rekstrarleyfi
15.7 1509012 - Höfn 2 lnr.174854 - Stofnun lóðar - Hafnarskógar 83
15.8 1508021 - Kjarrás 11 - Breyting á heimtaug
15.9 1507037 - Kúludalsá 1 - Rekstrarleyfi - Endurnýjun
15.10 1510021 - Litla Botnsland 174949 - Flutningur sumarhús af lóð
15.11 1506052 - NA - Mhl.57 - Steypuskáli
15.12 1510043 - Skálatangi 2 - Lnr. 133712 - Breyting á íbúðarhúsi innanhús
15.13
1509011 - Stóri-Lambhagi 2/Kringlumelur - Ósk um nafnabreytingu - StóriLambhagi 5
15.14 1510003 - Klafastaðir - Stofnun lóðar - Leynisvegur 6
15.15 1302035 - Spölur hf. - Stöðuleyfi - Tölvubúnaðargeymsla
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:30 .