Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

60. fundur 14. október 2015 kl. 15:30 - 17:30

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson 

aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður og 

Ólafur Melsted embættismaður.

 

Ása Hólmarsdóttir  , ritaði fundargerð.

 

Daníel Ottesen vék af fundi kl: 18:00

Nefndarmál

 

1    Fjárhagsáætlun 2016.   -   Mál nr. 1508008

 

Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2016

 

Haldinn verður vinnufundur um fjárhagsáætlun nefndarinnar föstudaginn 16. október 

kl 9.

 

2    Silicor - Hönnunarfundur   -   Mál nr. 1510001

 

2. september 2015 var haldinn fundur með fulltrúum Silicor vegna fyrirhugaðra 

byggingaáforma Silicor á Grundartanga. Fundinn sátu fyrir hönd sveitarfélagsins 

sveitarstjóri, byggingarfulltrúi og skipulags- og umhverfisfulltrúi.

 

Fundargerð fundar lögð fram og kynnt.

 

3    Sorphirða - útboð á sorphirðu 2016-2020   -   Mál nr. 1509042

 

Borist hefur erindi frá Akraneshreppi varðandi sorphirðu. Haldinn var samráðsfundur 

18. september 2015 þar sem rætt var um framhald samvinnu í sorphirðumálum en 

sorphirðusamningur við IGF (Íslenska Gámafélagið) rennur út á næsta ári.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að nýtt verði framlengingarákvæði samnings við 

Íslenska Gámafélagið frá árinu 2010 og samningur um sorphirðu verði framlengdur 

til 31. ágúst 2016.

 

4    Grenndarstöðvar - IGF   -   Mál nr. 1509045

 

Borist hefur erindi frá Íslenska gámafélaginu varðandi grenndarstöðvar.

 

Lagt fram og kynnt. 

 

5  Samkomulag um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og 

frágangi lóða á Grundartanga.   -   Mál nr. 1505002

 

Á 54. fundi USN nefndar 20. maí 2015 var gerð eftirfarandi bókun þar sem m.a. kemur 

fram: "USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að skipa formann USN nefndar sem 

fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í þessa stefnumótunarvinnu og jafnframt óska eftir 

tilnefningu frá Faxaflóahöfnum." Á 197. fundi sveitarstjórnar 26. maí var tillagan 

samþykkt. Í bréfi Faxaflóahafna dags. 12.júní 2015 var skipulags- og umhverfisfulltrúa 

Hvalfjarðarsveitar tilkynnt að hafnarstjórn hefði tilnefnt hafnarstjóra í starfshópinn.

 

Lagt fram.

 

6  Kynning á starfsleyfi -olíubirgðastöð að Litla Sandi og Digralæk - Olíudreifing 

ehf.   -   Mál nr. 1509046

 

Borist hefur erindi frá Umhverfisstofnun dags. 21. september 2015 varðandi starfsleyfi 

fyrir olíubirgðastöð í Hvalfirði. Tillaga að starfsleyfi er til kynningar frá 24. september 

til 19. nóvember 2015.

 

USN nefnd felur skipulagsfulltrúa, AH og ÁH að vinna drög að athugasemdum vegna 

tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð að Litla-Sandi og Digralæk fyrir 13. nóv. nk.

 

7    Kortlagning hávaða frá Grundartanga   -   Mál nr. 1505017

 

Á 54. fundi USN nefndar 20. maí 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd 

leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra, formanni USN nefndar og skipulags - og 

umhverfisfulltrúa verði falið að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um hljóðmælingar 

og kortlagningu hávaða frá iðnaðarsvæðinu á Grundartanga í samræmi við reglugerð 

um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlun nr. 1000/20015." Á 197. fundi 

sveitarstjórnar 26. maí var tillagan samþykkt. Í bréfi Faxaflóahafna dags. 12. júní 2015 

var skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar tilkynnt eftirfarandi: 

"Hafnarstjórn samþykkir tillögu Hvalfjarðarsveitar um hljóðmælingar á Grundartanga 

og felur hafnarstjóra málið. Hafnarstjórn samþykkir að auki að fela hafnarstjóra að láta 

gera úttekt á lýsingu á Grundartanga, sem miði að því að uppfylla öryggisskilyrði 

lýsingar, en þó þannig að dregið verði úr áhrifum lýsingar út fyrir atvinnusvæðið eins 

og kostur er."

 

USN nefnd fagnar áhuga hafnarstjórnar um hljóðmælingar á Grundartanga og því að 

ákveðið hefur verið að láta gera úttekt á lýsingu á Grundartanga þannig að dregið 

verði úr áhrifum lýsingar út fyrir atvinnusvæðið eins og kostur er. Skipulagsfulltrúa og 

formanni falið að fylgja málinu eftir.

 

8    Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis Grundartanga   -   Mál nr. 1505016

 

Á 54. fundi USN nefndar 20. maí 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulags- og 

umhverfisfulltrúa er falið að hafa samband við verkefnisstjóra umhverfisvöktunarinnar 

og óska eftir kynningu á niðurstöðum vöktunarinnar fyrir USN nefnd."

 

Magnús Freyr Ólafsson, verkefnisstjóri umhverfisvöktunar iðjuveranna á 

Grundartanga og Einar Friðgeir Björnsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og 

verkfræðisviðs Norðuráls kynntu niðurstöður umhverfisvöktunarinnar fyrir nefndinni. 

USN nefnd þakkar kynninguna. Jafnframt felur USN nefnd skipulags - og 

umhverfisfulltrúa að boða fulltrúa frá Umhverfisstofnun, Nýsköpunarmiðstöð og eftir 

atvikum fleiri sérfræðinga á fund nefndarinnar til að fara betur yfir ákveðna þætti 

vöktunaráætlunarinnar.

 

9    Kúludalsá - Endurnýjun á vatnslögn - Ósk um styrk   -   Mál nr. 1508026

 

Á 59. fundi USN nefndar 15. september 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Málinu 

frestað þar til frekari gögn berast í samræmi við reglur sveitarfélagsins um 

"styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum.""

 

Fullnægjandi gögn hafa borist sveitarfélaginu. USN nefnd samþykkir að beina því til 

sveitarstjórnar að verða við umsókn bréfritara og greiða helming kostnaðar við 

endurbæturnar, krónur 242.688, enda er verkið í fullu samræmi við reglur sjóðsins.

 

10   Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Norðurál Grundartanga   -   Mál nr. 

1510025

Borist hefur erindi frá Umhverfisstofnun dags. 19. ágúst 2015 varðandi starfsleyfi 

álvers Norðuráls á Grundartanga. Tillaga að starfsleyfi er til kynningar frá 25. ágúst til 

20. október 2015.

USN nefnd felur skipulagsfulltrúa, AH og ÁH að vinna drög að athugsemdum vegna 

tillögu að starfsleyfi fyrir Norðurál Grundartanga fyrir 19. okt. nk.

 

Skipulagsmál

 

11   Breyting deiliskipulags lóða á stóriðnaðarsvæði við Grundartanga, Norðurál   -Mál nr. 1409023

 

Á 59. fundi USN nefndar 15. september 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "USN nefnd 

felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna drög að svörum við athugasemdum og 

leggja fyrir næsta fund nefndarinnar."

 

Skipulagsfulltrúi lagði fram drög að svörum við þeim athugsemdum sem bárust. USN 

nefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að fullvinna svörin í 

samræmi við ábendingar nefndarfólks og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

12   Óskað eftir að skipulögð frístundabyggð í landi Beitistaða (sunnan þjóðvegar) 

verði breytt í íbúðabyggð.   -   Mál nr. 1503044

 

Erindið var tekið fyrir á 53. fundi USN nefndar 22. apríl 2015 og gerð var eftirfarandi 

bókun: "Málinu frestað. Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari 

gagna"

 

Málinu frestað og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að hafa samband við 

bréfritara og afla frekari gagna.

 

13    Norðurál - Lóðarstækkun   -   Mál nr. 1509038

 

Borist hefur erindi frá Faxaflóahöfnum dags. 16. september 2015 þar sem reifað er 

erindi Norðuráls til Faxaflóahafna varðandi lóðarstækkun. Haldinn var fundur 2.okt. 

2015 með fulltrúum Faxaflóahafna og sveitarstjóra, byggingarfulltrúa og skipulags- og 

umhverfisfulltrúa þar sem málið var kynnt.

 

Skipulagsfulltrúa falið að senda Faxaflóahöfnum umbeðin gögn þegar þau liggja fyrir.

 

14    Auglýsingarskilti við Hvalfjarðargöng   -   Mál nr. 1509043

 

Borist hefur erindi frá Knattspyrnudeild ÍA þar sem óskað er eftir upplýsingum frá 

Hvalfjarðarsveit um takmarkanir eða skyldur varðandi núverandi auglýsingaskilti 

Krónunnar við hringtorg norðan Hvalfjarðarganga.

 

Skipulagsfulltrúa falið að kanna málið fyrir næsta fund USN nefndar.

 

15   Deiliskipulag hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga, austursvæði -breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis, austursvæðis   -   Mál nr. 1510022

 

Borist hefur erindi frá Faxaflóahöfnum varðandi breytingu á deiliskipulagi hafnar-, 

iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga, austursvæði.

 

USN nefndarmenn óskuðu eftir lengri tíma til að kynna sér gögnin, málinu frestað.

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

16    Beitistaðaland - Hesthús   -   Mál nr. 1509044

 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 118,8 fm hesthúsi í Beitistaðalandi (lnr. 193084).

 

USN leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr. 

skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum eftirfarandi landnúmera: 198834, 195205 

og 190959.

 

17    Ferstikla 1 - Stofnun lóðar - Gróðurstikla   -   Mál nr. 1509056

 

Sótt er um að stofna lóð úr landinu Ferstikla 1, lnr.133168. Um er að ræða lóð undir 

útihús sem eru á jörðinni. Óskað er eftir að nýja lóðin muni heita Gróðurstikla og vera 

2600 fm að stærð.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar úr landi Ferstiklu 1, 

lnr. 133168 sem nefnd verði Gróðurstikla og verði 2600 fm. að stærð.

 

18   Skálatangi 2 - Ósk um nafnabreytingu - Skálavík - Lnr.133712   -   Mál nr. 

1509051

 

Sótt er um nafnabreytingu á íbúðarhúsalóðinni Skálatangi 2, landnúmer 133712. 

Óskað er eftir að lóðin muni heita Skálavík.

 

USN nefnd telur að nafnabreyting þessi sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015 

og gerir því ekki athugasemdir við breytinguna.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00 .

Efni síðunnar