Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

55. fundur 05. júní 2015 kl. 16:00 - 18:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson 

aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.

 

Ása Hólmarsdóttir  , ritaði fundargerð.

Nefndarmál

 

1    Stefnumótun USN nefndar   -   Mál nr. 1503014

 

Á USN nefndarfundi 20. maí 2015 var ákveðið að halda vinnufund í júni vegna 

stefnumótunarvinnunar.

 

USN nefnd hefur lokið við drög að stefnumótun.

Formanni falið að senda drögin til skipulags- og umhverfisfulltrúa og byggingarfulltrúa 

til yfirlestrar og óskað er eftir ábendingum og upplýsingum frá þeim.

 

Skipulagsmál

 

 

2    Endurskoðun aðalskipulags.   -   Mál nr. 1409020

 

Sveitarstjórn óskaði haustið 2014 eftir umsögn USN nefndar á því hvort að ástæða væri 

til að endurskoða Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sbr. 35.gr. skipulagslaga 

nr. 123/2010 m.s.br.

 

USN nefnd telur ekki ástæðu til að fara í heildarendurskoðun á Aðalskipulagi 

Hvalfjarðarsveitar 2008 -2020.

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

3    Másstaðir 3 - 5 "sæluhús" (gestahús)   -   Mál nr. 1505027

 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir fimm "sæluhús" á lóðinni Másstaðir 3. Hvert hús er 24 

fm.

 

Formaður fór yfir aðdraganda málsins.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúi framkvæmi 

grenndarkynningu fyrir landeigendum á Ægissíðu, Gerði og Másstöðum landnr. 

133706 skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga 123/2010. 

 

4    Vallanes 3 - Geymsla - Flutningur geymsluskúrs á lóð   -   Mál nr. 1506002

 

Sótt er um byggingarleyfi vegna flutnings á geymsluskúr á landið Vallanes 3, lnr. 

133661. Geymsluskúrinn er 21 fm og verður ekki tengdur rafmagni eða vatni, verður 

nýttur sem köld geymsla.

 

USN leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út byggingarleyfi.

 

5    Þyrill - Olíutankar N1 - Niðurrif   -   Mál nr. 1506001

 

Sótt er um leyfi til að grafa upp og fjarlægja geyma sem voru notaðir fyrir eldsneyti hjá 

ESSO/N1 við Þyril í Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða 4 geyma sem eru skráðir inná 

landnúmerið 133503 með mhl.nr.45.

 

USN leggur til við sveitarstjórn að veita heimild til að fjarlægja geyma við fyrrum 

söluskálann Þyril.

Jafnframt bendir USN nefnd á að framkvæmdaraðili þarf að sækja um tímabundið 

starfsleyfi vegna niðurrifs geyma til Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:10 

Efni síðunnar