Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

51. fundur 17. febrúar 2015 kl. 15:00 - 17:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson 

aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Melsted embættismaður og 

Ása Hólmarsdóttir ritari.

 

Ása Hólmarsdóttir  , ritaði fundargerð.

Nefndarmál

 

1    Kynning á stöðu úrgangsmála í Hvalfjarðarsveit   -   Mál nr. 1404044

 

Formaður USN nefndar ásamt skipulags- og umhverfisfulltrúa og byggingarfulltrúa 

áttu fund með fulltrúum IGF föstudaginn 6.feb. sl. þar sem m.a var rætt um 

fyrirkomulag vorhreinsunar, fjölnota poka og fræðslu til íbúa og sumarhúsaeigenda um 

úrgangsmál og flokkun.

 

Byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa falið að taka saman upplýsingar af reynslu 

vorhreinsunar síðustu ára og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.

Málið áfram í vinnslu nefndarinnar.

 

2    Umhverfisnefnd Heiðarskóla.   -   Mál nr. 1502015

 

Erindi barst frá Umhverfisnefnd Heiðarskóla dags. 23.jan. 2015 varðandi dag 

umhverfisins og fjölnota poka.

 

USN nefnd þakkar umhverfisnefnd Heiðarskóla fyrir erindið. Nefndin tekur jákvætt í 

erindið og óskar eftir fundi með umhverfisnefnd Heiðarskóla þar sem nánar verður 

farið yfir þessi mál. 

Formanni falið að óska eftir fundartíma.

 

3  Umsókn Fjarðarskeljar um tilraunaleyfi fyrir kræklingarækt við Saurbæ í 

Hvalfirði.   -   Mál nr. 1501001

 

Formaður USN nefndar og umhverfis- og skipulagsfulltrúi sendu umsögn til MAST 1. 

febrúar 2015.

 

Umsögn lögð fram ásamt svörum Fjarðarskeljar dags. 10.feb. 2015.

 

4    Erindisbréf nefnda   -   Mál nr. 1111013

 

Erindisbréf Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar.

 

Nefndarmönnum falið að kynna sér erindisbréfið fyrir næsta fund og koma með 

ábendingar um breytingar fyrir næsta fund.

 

Framkvæmdarleyfi

 

5    Framkvæmdaleyfi - Skorholt   -   Mál nr. 1501012

 

OR óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hluta af hitaveituæð sem liggur 

frá Skorholti og að Læk. Samþykki landeigenda Skorholts, Skipaness og Læk liggur 

fyrir. Framkvæmdatími er áætlaður frá mars til nóv. 2015. Framkvæmdin er í samræmi 

við Aðalskipulag.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi til endurnýjunar 

á hitaveituæð. Ekki þarf að grenndarkynna framkvæmdaleyfið þar sem framkvæmdin 

er í samræmi við aðalskipulag sbr. 13.gr skipulagslaga 123/2010. Lagt er til að 

skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.

 

Skipulagsmál

 

6    Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.   -   Mál nr. 1306002

 

Á 50. fundi USN nefndar var skipulagsfulltrúa falið að vinna að umsögn í samvinnu 

við nefndarmenn fyrir 2. febrúar.

 

Erindi til SSH lagt fram og kynnt.

 

7    Tillaga að Landskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar.   -   Mál nr. 1501002

 

Á 50. fundi USN nefndar var skipulagsfulltrúa falið að vinna að umsögn í samvinnu 

við nefndarmenn fyrir 13. febrúar.

Erindi til Skipulagsstofnunar lagt fram og kynnt.

 

8    Ölver 9 - Viðbygging   -   Mál nr. 1401018

 

Á 50. fundi USN nefndar var lagt til við sveitarstjórn að heimila grenndarkynningu á 

óverulegri breytingu deilskipulags Ölvers á lóð nr. 9. Ranglega var farið með stærð á 

stækkun sumarhúss sem sagðir voru 25 fm. en eru 40 fm. Tillaga að óverulegri 

breytingu deiliskipulags heimilar að reisa eitt sumarhús ásamt geymslu/verkfærahúsi 

innan byggingarreits. Nýtingarhlutfall skal vera að hámarki 0.05 sem samsvarar um 

170 fm. á umræddri lóð.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila grenndarkynningu á óverulegri 

breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Ölveri 5, 

6, 17 og 26. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

9  Óveruleg breyting á deiliskipulagi vestursvæðis við Grundatanga   -   Mál nr. 

1502019  

 

Lögð er fram beiðni um óverulega breytingu deiliskipulags er varðar stækkun 

byggingareits á lóðinni Klafastaðavegur 4.

 

USN nefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn hafa borist. 

 

10  Ósk um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð milli 

bygginga og vega, Glammastaðir.   -   Mál nr. 1410029

 

Borist hefur afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis 

vegna umsagnar um beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð, um fjarlægð 

bygginga frá stofn- og tengivegum, vegna íbúðarhúss í landi Glammastaða.

 

Lagt fram og kynnt.

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

11    Litli Sandur - Hvalstöð - mhl. 44   -   Mál nr. 1502018

 

Á Litla Sandi - Hvalstöð er sótt um að byggja 270 fm nýbyggingu við kjötvinnsluna. 

Um er að ræða stálgrindarhús með yleiningum.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingarleyfi en hvetur jafnframt 

landeiganda til að deiliskipuleggja svæðið.

Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

12    Hólabrú - starfsmannaaðstaða - vélaverkstæði   -   Mál nr. 1502022

 

Sótt er um að byggja starfsmannaaðstöðu 128 fm og vélageymslu 360 fm í 

malarnámunni Hólabrú í landi Innri Hólms.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi samkv. 44. gr. 

skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Kúludalsár II og Kúludalsá og 

landeigendum Innri Hólms. Einnig bendir nefndin á að stofna þarf lóð undir 

byggingar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:15 .

Efni síðunnar