Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson aðalmaður og Ása Hólmarsdóttir aðalmaður.
Ása Hólmarsdóttir , ritaði fundargerð.
ÓIJ boðaði forföll og varamenn gátu ekki komist í hans stað vegna lítils fyrirvara.
Nefndarmál
1 Ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélagsins 2014. - Mál nr. 1410019
Á 182. fundi sveitarstjórnar var málinu vísað til USN nefndar.
Erindið framlagt.
2 Umhverfisvænni margnota pokar. - Mál nr. 1410030
Á 182. fundi sveitarstjórnar var málinu vísað til USN nefndar.
Nefndinni líst vel á erindið og leggur til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir
fjármagni til kaupa á taupokum fyrir heimili í Hvalfjarðarsveit á næsta fjárhagsári.
Nefndin þakkar leikskólanum Skýjaborg fyrir erindið og væntir samstarfs við skólann í tengslum við verkefnið.
3 Umsögn um umsókn Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar um nýtingarleyfi neysluvatns í landi Hlíðarfótar í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. - Mál nr. 1409013
Erindi lagt fram
Skipulagsmál
4 Breyting aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, Melahverfi - Mál nr. 1410061
Tillaga breytingar aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er varðar
þéttbýlisuppdrátt Melahverfis er lögð fram í samræmi við ákvörðun 182. fundar
sveitarstjórnar er varðar breytta landnotkun íbúðarlóðar Lækjarmels 14 í opið svæði til sérstakra nota.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu
aðalskipulags þéttbýlisuppdráttar sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
5 Deiliskipulag Melahverfis - Mál nr. 1409031
Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags Melahverfis er lögð fram í samræmi við ákvörðun 182. fund sveitarstjórnar er varðar breytta landnotkun íbúðarlóðar
Lækjarmels 14 í opið svæði til sérstakra nota.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir íbúum Lækjarmels 10, 16 og Hagamels 13.
6 Deiliskipulag Bjarkaráss í landi Beitistaða - Mál nr. 1407014
Í samræmi við bókun 42. fundar USN nefndar er lögð fram tillaga deiliskipulags.
Tillagan hefur verið kynnt íbúum Bjarkarás á íbúafundi þann 29. sept. sl. og haldinn fundur með lóðarhafa Bjarkarás 1 í kjölfarið. Fornleifaskráning var framkvæmd af Bjarna F. Einarssyni í september 2014. Tvær minjar fundust og er tekið tillit til þeirra í fyrirliggjandi tillögu deiliskipulags. Þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi er ekki þörf á lýsingu deiliskipulags.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulag sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7 Ósk um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð milli bygginga og vega, Glammastaðir. - Mál nr. 1410029
Erindi barst, dags. 8. okt. 2014, frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar Hvalfjarðarsveitar um unanþágu frá d-lið 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem kveðið er á um lágmarksfjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum. Um er að ræða fjarlægð frá Svínadalsvegi, sem skilgreindur er sem tengivegur, að fyrirhuguðu íbúðarhúsi í landi Glammastaða, landnr. 190661. Hjálagður er uppdráttur með erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er varðar afmörkun lands úr landi Glammastaða, dags. 15. jan. 2013. Afmörkun landsins eða skipulag þess
hefur ekki hlotið samþykki sveitarfélagsins.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við að veitt verði undanþága frá skipulagsreglugerð eins og að ofan greinir er varðar fjarlægð frá Svínadalsvegi að fyrirhuguðu íbúðarhúsi í landi Glammastaða, landnr. 190661, svo fremi sem fjarlægð frá vegi að íbúðarhúsi verði að lágmarki 50 metrar. Nefndin beinir því til ráðuneytis að einnig verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar vegna málsins.
8 Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða. - Mál nr. 1403029
Sveitarstjórn samþykkti þann 12. ágúst sl. að auglýsa tillögu að breytingu
stefnumörkunar Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 29. ágúst til og með 10. október 2014. Athugasemdir bárust frá VSÓ ráðgjöf f. h. Silicor (dags. 3. okt. 2014), Faxaflóahöfnum (dags. 4. okt. 2014), Logos f. h. Norðuráls (dags. 3. júní 2014), Kjósarhreppi (dags. 8. okt. 2014) og Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð (dags. 9. okt. 2014) við auglýstri tillögu.
Frestað.
9 Breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga - Mál nr. 1311026
Sveitarstjórn samþykkti þann 12. ágúst sl. að auglýsa tillögu að breytingu
landnotkunar Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sbr. 1. mgr. 36. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 29. ágúst til og með 10. október 2014. Athugasemdir bárust frá Logos f. h. Norðuráls (dags. 3. júní 2014), Norðuráli (dags. 10. okt. 2014), Kjósarhreppi (dags. 8. okt. 2014, Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð (dags. 9. okt. 2014), Ragnheiði Þorgrímsdóttur, Kúludalsá (dags. 8. okt. 2014), Landeigenda Kalastaða (vantar dags.), lóðahafa Birkihlíðar 30, 31, 32 og 34 í landi Kalastaða (dags. 1. okt. 2014), Hallfreði Vilhjálmssyni, Kambshóli (dags. 6. okt . 2014), Þórarni Jónssyni (dags. 2. okt. 2014) og Sigurbirni Hjaltasyni, Kiðafelli (dags. 10. okt. 2014) við auglýstri tillögu.
Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að leita álits hljóðverkfræðings í samræmi við þær ábendingar sem bárust við auglýsta tillögu.
10 Breyting deiliskipulags austursvæðis við Grundartanga - Mál nr. 1406020
Sveitarstjórn samþykkti þann 12. ágúst sl. að auglýsa tillögu að breytingu
deiliskipulags austursvæðis við Grundartanga sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 29. ágúst til og með 10. október 2014.
Athugasemdir bárust frá Norðuráli (dags. 10. okt. 2014), Kjósarhreppi (dags. 8. okt. 2014, Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð (dags. 9. okt. 2014), Ragnheiði
Þorgrímsdóttur, Kúludalsá (dags. 8. okt. 2014), Landeigenda Kalastaða (vantar dags.), lóðahafa Birkihlíðar 30, 31, 32 og 34 í landi Kalastaða (dags. 1. okt. 2014), Hallfreði Vilhjálmssyni, Kambshóli (dags. 6. okt. 2014), Þórarni Jónssyni (dags. 2. okt. 2014) og Sigurbirni Hjaltasyni, Kiðafelli (dags. 10. okt. 2014) við auglýstri tillögu.
Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að leita álits hljóðverksfræðings í samræmi við þær ábendingar sem bárust við auglýsta tillögu.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
11 Glammastaðir ehf. kt: 480113-0470. - Mál nr. 1303047
Erindi, dags. 6. okt. 2014 barst frá Atla Má Ingólfssyni, hdl. f. h. forsvarsmanna Valz ehf. varðandi skiptingu lands út úr landi jarðarinnar Glammastaða. Á 44. fundi USN nefndar var umsækjanda gefinn frestur til 8. október 2014 til að leggja fram samþykki eigenda aðliggjandi lands. Ella verði erindinu synjað þar sem fullnægjandi gögn hafi ekki verið lögð fram.
Erindi bréfritara er rætt og ferill málsins. Skipulagsfulltrúa er falið að undirbúa svar við erindinu í samráði við sveitarstjóra. Afgreiðslu frestað.
12 Ölver 13 - Viðbygging - Mál nr. 1410011
Sótt er um að byggja viðbyggingu við Ölver 13.
Sumarhúsið er 128,8 m2 og viðbyggingin 77,2 m2 og mun birt flatarmál verða 206 m2. Í gildi er deiliskipulagið Ölver og Móhóll. Engir skilmálar eru fyrir svæðið og gildir því byggingarreglugerð nr. 177 frá 1992. Ofangreind stækkun samræmist ekki byggingarreglugerðinni.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulega breytingu
deiliskipulags, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum
Ölvers 3,4,7,8,10,14,19 og 25 og landeiganda.
13 Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 30 - Mál nr. 1410004F
Lagt fram
13.1 1402021 - Hlíð - Smáhýsi mhl.23
13.2 1107016 - Kjarrás 19 - Frístundarhús mhl.02
13.3 1409034 - NA - Mhl.56 - Kerbrotabygging
13.4 1410009 - Stofnun lóða - Hafnarskógur 81 úr Höfn 2
13.5 1408006 - Stóri-Lambhagi 1 - Stóri Lambhagi 1a - Stofnun lóðar
13.6 1407018 - Æðarholt - Ásgarður - Sameining lóða
13.7 1408003 - Ytri Hólmur 1 - Niðurrif - Mhl. 09 og 10
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:30 .