Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

42. fundur 14. júlí 2014 kl. 16:00 - 18:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir formaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson
aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir ritari og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.
Ása Hólmarsdóttir  ritari, ritaði fundargerð.

Daníel vék af fundi eftir afgreiðslu á 8. lið kl: 17:50

 

Nefndarmál


1    Alþjóðleg ráðstefna um plast í hafi   -   Mál nr. 1407015


Alþjóðleg ráðstefna verður haldinn þann 24. september 2014 í Hörpu um plast í hafi. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að leggja til aðgerðir til að draga úr plastúrgangi í hafinu.


Lagt fram og kynnt.
Stefnt að því að fulltrúi nefndarinnar mæti á ráðstefnuna.


2 Samþykkt að veita 2.000.000 kr. styrk vegna framkvæmda við göngustíga uppgræðslu og öryggisframkvæmdir við Glym í Botnsdal í Hvalfirði.   -   Mál nr. 1406013


Framgangur málsins kynntur.


Framkvæmdarleyfi


3    Kaldavatnsveita - Hlíðarbær - Saurbær   -   Mál nr. 1406022


Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að virkja lind í landi Saurbæjar fyrir íbúðarsvæðið Hlíðarbæ.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi að undangenginni grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og/eða að fyrir liggi skriflegt samþykki landeiganda framkvæmdarsvæðis á kynningargögnum.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.


Skipulagsmál


4    Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.   -   Mál nr. 1403029

Breyting stefnumörkunar aðalskipulags um iðnaðarsvæði var kynnt íbúum
sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum þann 2. júní 2014 í Stjórnsýsluhúsi
Hvalfjarðarsveitar og send aðliggjandi sveitarfélögum til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn afgreiddi breytinguna sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga þann 10. júní 2014 til Skipulagsstofnunar til athugunar. Skipulagsstofnun fór yfir framlögð gögn og gerði ekki athugasemdir við að skipulagstillagan verði auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga breytingar stefnumörkunar
aðalskipulags um iðnaðarsvæði verði auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.


5 Breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga   -   Mál nr. 1311026


Breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis við Grundartanga ásamt
umhverfisskýrslu var kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum þann 2. júní 2014 í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar og send aðliggjandi sveitarfélögum til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn afgreiddi breytinguna sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga þann 10. júní 2014 til Skipulagsstofnunar til athugunar. Skipulagsstofnun fór yfir framlögð gögn og gerði ekki athugasemdir við að skipulagstillagan verði auglýst sbr. 31. gr. skipulagslagaUSN nefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga breytingar aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis við Grundartanga ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.


6  Breyting deiliskipulags austursvæðis við Grundartanga   -   Mál nr. 1406020

Tillaga breytingar deiliskipulags austursvæðis við Grundartanga var kynnt á opnum kynningarfundi í Hvalfjarðarsveit þann 2. júní 2014 í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga breytingar deiliskipulags hefur enn fremur verið kynnt aðliggjandi jarðeigendum í Kalastaðakoti með bréfi og boðun á ofangreindann kynningarfund sbr. gr. 5.2.1 í skipulagsreglugerð nr.90/2013.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga deiliskipulags austursvæðis verði auglýst samhliða auglýsingu breytingar aðalskipulags landnotkunar við Grundartanga sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.


7  Deiliskipulag Bjarkarás í landi Beitistaða   -   Mál nr. 1407014


Deiliskipulagstillaga Bjarkarás var samþykkt í hreppsnefnd Leirár- og Melahrepps þann 3. sept. 2014. Niðurstaða sveitarstjórnar var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og öðlaðist skipulagsáætlunin því ekki gildi. Auglýst var breyting á skipulaginu í Bdeild Stjórnartíðinda þann 19. mars 2012. Breytingin hefur ekki öðlast gildi þar sem deiliskipulagstillaga Bjarkarás var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.


Lagt er til að deiliskipulag Bjarkarás, ásamt auglýstri breytingu frá 19. mars 2012, verði uppfært í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og Aðalskipulag
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Þegar uppfært skipulag liggur fyrir verði það lagt fyrir  USN nefnd til frekari afgreiðslu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8    Fjárrekstur í gegnum Hafnarsel.   -   Mál nr. 1310001


Gerð hefur verið breyting á skipulagslögum þannig að ekki er heimilt að óska
meðmæla Skipualgsstofnunar eins og bókun sveitarstjórnar gerir ráð fyrir á 160. fundi sínum þann 26. nóv 2013. Byggingarframkvæmd er í samræmi við aðalskipulag.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir
Hafnarseli og landeigendum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/3010.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa


9    Litli Sandur - Niðurrif - Geymslur   -   Mál nr. 1406038


Olíudreifing ehf hefur sótt um leyfi til niðurrifs á tveimur geymslum á lóð sinni á Litla Sandi. Um er að ræða bogabragga 56,5 m2 og bárujárnshús 278 m2 frá árinu 1942.
Minjavörður Vesturlands hefur fengið málið til kynningar.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif geymslu sem er 278 fm en afreiðslu frestað varðandi bogabragga. Byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram.


10    Bjarkarás 7 - Breyta skráningu úr sumarhúsi í íbúðarhús   -   Mál nr. 1407016


Sótt er um að breyta 63,7 m2 sumarhúsi í íbúðarhús. Samkvæmt gildandi
byggingarreglugerð getur húsið talist íbúðarhús þegar byggð hefur verið geymsla.


Ólafur Jóhannesson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
USN nefnd leggur til að fresta málinu þar til deiliskipulag Bjarkarás hefur öðlast
gildi, sbr. lið 7.


11    Æðarholt - Ásgarður - Sameining lóða   -   Mál nr. 1407018


Sótt er um að sameina Æðarholt (lnr.212976) stærð 25ha og Ásgarð (lnr.212977) stærð 25ha í eina 50 ha lóð sem mun halda nafninu Æðarholt.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila sameiningu lóða.

Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15 

Efni síðunnar