Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

41. fundur 30. júní 2014 kl. 09:15 - 11:15

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður og Sigurður Arnar Sigurðsson.


Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir  skipulagsfulltrúi, ritaði fundargerð.

ÁH vék af fundi kl. 11:20

Nefndarmál


1  Kosning formanns, varaformanns og ritara   -   Mál nr. 1406040

Val á formanni, varaformanni og ritara fór fram


Arnheiður Hjörleifsdóttir er kjörinn formaður USN nefndar, Ólafur Ingi Jóhannesson er kjörinn varaformaður og Ása Hólmarsdóttir er kjörinn ritari.

2  Kynning á drögum að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023.   -  Mál nr. 1405027


USN-40 lagði til að lögmaður sveitarfélagsins ynni tillögu að svari Hvalfjarðarsveitar vegna kynningu á drögum að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023. Umsögn átti að skil eigi síðar en 18. júní 2014. Umsögn var send inn til Landsnets fyrir tilskilinn frest.


Umsögn lögð fram og kynnt. USN nefnd gerir ekki athugasemdir við umsögn.

3  Samþykkt að veita 2.000.000 kr. styrk vegna framkvæmda við göngustíga uppgræðslu og öryggisframkvæmdir við Glym í Botnsdal í Hvalfirði.   -   Mál nr. 1406013


Sveitarstjórn vísaði málinu til USN nefndar þar sem Ferðamálastofa hefur samþykkt að veita styrk til framkvæmda við göngustíga, uppgræðslu og öryggisframkvæmdir við Glym í Botnsdal í Hvalfirði.
Nefndin felur formanni að vinna málið áfram í samráði við landeigendur.


4  Afkastaaukning álvers Norðuráls á Grundartanga í allt að 350.000 tonn á ári beiðni um umsögn   -   Mál nr. 1404017


Niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir um að framleiðsluaukning álvers Norðuráls  á Grundartanga um 50.000 tonn á ári, úr 300.0000 tonna ársframleiðslu í allt að 350.000 tonna framleiðslu, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningu hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 3. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum.


Niðurstaða Skipulagsstofnunar lögð fram og gerð aðgengileg á heimasíðu
sveitarfélagsins.


Skipulagsmál


5   Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.   -   Mál nr. 1403029


Ábendingar bárust frá Norðuráli er varðar efni lýsingar breytingar aðalskipulags á stefnumörkun iðnaðarsvæða eftir að frestur rann út til að senda inn ábendingar. Erindið lagt fram og kynnt.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að umræddar ábendingar verði afgreiddar sem athugasemdir við breytingu aðalskipulags stefnumörkunar eftir að auglýsingartíma tillögu lýkur sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


6  Breyting deiliskipulags austursvæðis við Grundartanga   -   Mál nr. 1406020

Haldinn var opinn kynningarfundur í Stjórnsýsluhúsi þann 2. júní sl. þar sem breyting aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 á landnotkun og stefnumörkun iðnaðarsvæðis við Grundartanga ásamt tillögu deiliskipulags austursvæðis við Grundartanga var kynnt. Skipulagssvæðið liggur að jarðamörkum Kalastaðakots.
Vakin var athygli landeigenda Kalastaðakots á umræddum fundi sbr. gr. 5.2.1 í
skipulagsreglugerð nr. 90/2013 þar sem skal hafa samráð við eigendur nágrannalands.
Tillaga breytingar deiliskipulags á austursvæði Grundartanga lagt fram og kynnt.
Skipulagsfulltrúa falið að afla upplýsingar um hvort að þörf sé á kynningu gagnvart
öðrum aðliggjandi jarðeigendum sbr. gr. 5.2.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2010.

7   Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð á Litlasandi   -   Mál nr. 1401020


Á 34. fundi USN nefndar er lagt til að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar áður en tekin verði ákvörðun um að kynna lýsingu deiliskipulags fyrir almenningi sbr. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar liggja fyrir og gera stofnanirnar ekki athugasemdir við framlagða lýsingu deiliskipulags.

USN nefnd leggur til að lýsing verði kynnt almenningi með opnu húsi og leitað
umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Minjavarðar Vesturlands, Landsnets,
Vegagerðar og Mannvirkjastofnunar. Haft skal samráð við landeigendur aðliggjandi lands sbr. gr. 5.2.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.


8   Breyting deiliskipulags Eyrarskógar í landi Eyrar   -   Mál nr. 1406035

Breyting deiliskipulags Eyrarskógar er varðar lóðir 97a, 101, 102, 103, 104 lagt fram og kynnt.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting deiliskipulags Eyrarskógar verði auglýst sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


9  Skotsvæði Skotfélags Akranes innan sveitarfélagsmarka Hvalfjarðarsveitar og fyrirhuguð breyting á notkun þess með nýrri riffilbraut.   -   Mál nr. 1406009


Sveitarstjórn vísaði máli um fyrirhugaðar breytingar á notkun skotsvæðis Skotfélags Akranes til USN nefndar. Fyrirhugað er að taka í notkun nýja riffilbraut með tilheyrandi jarðvegsframkvæmdum. Svæðið er skilgreint sem opið svæði fyrir skotfimi í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Erindi barst frá íbúum á Ósi varðandi málið.


Málinu frestað og ákveðið að oddviti, formaður USN nefndar og skipulagsfulltrúi
fundi með Skotfélagi Akraness og íbúum á Ósi.


10  Selá - Litla Botnsland 186295 - Viðbygging   -   Mál nr. 1403025


Byggingarleyfi fyrir 15 m2 viðbyggingu á frístundahúsi í landi Litla-Botns var
grenndarkynnt fyrir landeigendum sbr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 19. maí til 19. júní 2014. Engar athugasemdir bárust.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja veitingu byggingarleyfis fyrir 15 m2 viðbyggingu á frístundahúsi í landi Litla-Botns.

11  Skipulagsdagurinn 2014   -   Mál nr. 1406036


Árlegur samráðfundur Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum sem haldinn er í
samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga verður haldinn 29. ágúst 2014
Lagt fram og kynnt. Málinu frestað.


Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

12    Kúludalsá 4b - Lambalækur - Nafnabreyting   -   Mál nr. 1406011


Sótt er um að breyta nafni íbúðarhúsalóðarinnar Kúludalsá 4b, lnr.192917 í
Lambalækur.


USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu lóðar.


13    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 28   -   Mál nr. 1406004F


13.1   1402044 - Þórisstaðir - Rekstrarleyfi - Heimagisting
13.2   1401017 - Steinsholt - Gestahús
13.3   1406015 - Mýrarholtsvegur 2 - Stofnun lóðar
13.4   1405046 - Hlíðartröð 4 - Gestahús
13.5   1402002 - Ferstikla 1 - Stofnun lóðar - Ferstikla 3
13.6   1405025 - Eystra Súlunes - Stofnun lóðar
13.7   1405001 - Eystra Miðfell - Landskipting - Stofnun lóða
13.8   1403020 - Brekkubær - Vestra Miðfell - Viðbygging
13.9   BF010044 - Asparskógar 4
13.10   1405030 - Norðurál - Mhl.08 viðbygging - Hjálmageymsla
13.11   1402025 - Leynir - umsókn um byggingarleyfi

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:45 .


Efni síðunnar