Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

38. fundur 28. apríl 2014 kl. 10:00 - 12:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður 

Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson 

aðalmaður.

 

Daníel Ottesen  ritari, ritaði fundargerð.

 

Undir lið 4 mættu Birgir Kistjánsson og Jón Frantzson frá Íslanska Gámafélaginu. 

Einnig sat fundinn Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi og Guðný Elíasdóttir 

byggingarfulltrúi undir lið 10.

 

 

Nefndarmál

 

1 Til umsagnar frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 481. mál.   -   Mál nr. 

1404025

 

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um 

örnefni

Erindið lagt fram.

 

2 Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016, 495. mál.   -   Mál nr. 1404039

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar 

um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016.

 

Nefndin leggur áherslu á að við framkvæmd samgönguáætlunar, mál 495, verði lögð 

áhersla á að auka öryggi á hættulegum gatnamótum þjóðvegar 1 í Hvalfjarðarsveit, 

t.a.m. við Melahverfi, gatnamót þjóðvegar 1 og Hvalfjarðarvegar og þjóðvegar 1 og 

Leirársveitarvegar. Nefndin leggur áherslu á að meira fjármagn verði veitt í viðhald 

vega og lagningu slitlags á tengivegi.

 

3    Samkeppni um náttúrufyrirbæri   -   Mál nr. 1310019

 

Nemendur í grunnskóla Heiðarskóla hafa valið náttúrufyrirbæri Hvalfjarðarsveitar og 

haldið samkeppni um merki fyrir náttúrufyrirbærið.

 

USN nefnd hefur valið úr innsendum myndum og verða úrslitin kynnt sérstaklega. 

Nefndin þakkar grunnskólanum fyrir að fela nefndinni að velja úr þessum vel unnu og 

skemmtilegu myndum. 107

 

4    Kynning á stöðu úrgangsmála í Hvalfjarðarsveit   -   Mál nr. 1404044

 

Birgir Kistjánsson,Jón Frantsson frá Íslenska Gámafélaginu kynntu stöðu úrgangsmála 

í Hvalfjarðarsveit.

Birgir Kistjánsson og Jón Frantsson frá Íslenska Gámafélaginu kynntu stöðu 

úrgangsmála í Hvalfjarðarsveit. Nefndin í samstarfi við Íslenska Gámafélagið stefnir 

að kynningarátaki til að efla flokkun bæði hjá heimilum og sumarhúsum. Nefndin felur 

formanni og varaformanni að vinna málið áfram.

 

5    Hvalfjarðarsveit hvött til að halda lúpínu í skefjum.   -   Mál nr. 1404036

 

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 22. apríl 2014 var erindi Margrétar 

Thorlacius og Ólafs Helga Ólafssonar vísað til USN nefndar til umfjöllunar þar sem 

hvatt er til að halda lúpínu í skefjum í Hvalfjarðarsveit.

 

Nefndin felur formanni að afla upplýsinga um viðbrögð annara sveitarfélaga vegna 

álíka vanda.

Framkvæmdarleyfi

 

6 Framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Svínadalsvegar(502) Leirársveitarvegur -Kambshóll.   -   Mál nr. 1404040

 

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Svínadalsvegar (502) frá 

Leirársveitarvegi við Tungu og að Kambshóli og efnistöku til framkvæmdar. 

Heildarlengd endurbyggðs vegar er um 8 km og verður hann í vegflokki C2 með 6 m 

breiðri vegkrónu og 5,8 m breiðri akbraut og lagður bundnu slitlagi. Umsögn 

Fiskistofu og Orkustofnunar liggur fyrir. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag 

og er ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Deiliskipulag 

liggur ekki fyrir á fyrirhuguðum framkvæmdastað.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt Vegagerðinni 

vegna endurbyggingar Leirársveitarvegar að undangenginni umsögn Minjastofnunar 

Íslands og grenndarkynningu fyrir landeigendum Tungu, Hól, Hlíðarfæti, Eyri og 

Kambshól sbr. 5. mgr. 13. gr. og 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kostnaður við 

framkvæmdaleyfi er ákveðið kr. 67.700,-. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsmál

 

7    Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.   -   Mál nr. 1306002

 

Erindi barst frá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins þar sem tillaga 

svæðisskipulags er kynnt á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Lagt fram.

 

8    Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.   -   Mál nr. 1403029

 

Lögð fram lýsing breytingar á stefnumörkun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar varðandi 108 

iðnaðarsvæði.

 

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að leyta umsagnar 

Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar og kynna lýsingu fyrirhugaðrar 

aðalskipulagsbreytingar fyrir almenningi, aðliggjandi sveitarfélögum, 

Faxaflóaahöfnum, Norðuráli Elkem skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðslur byggingarfulltrúa

 

9    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 26   -   Mál nr. 1404003F

 

Lagt fram og kynnt.

 

10    Hléskógar 8 - Sumarhús   -   Mál nr. 1404001

 

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 84,5 fm sumarhúsi á lóðinni Hléskógar 8 í 

Svarfhólsskógi. Byggingarmagn er ekki í samræmi við deiliskipulag.

 

USN nefnd legggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Hléskóga 

3, 5, 6, 10 og Bláskógum 7 og 9 sbr.44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er 

að ræða óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 

123/2010.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:45

 

Efni síðunnar