Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson
aðalmaður.
Daníel Ottesen , ritaði fundargerð.
Undir lið 1. mættu Gunnar Guðlaugsson Einar Friðgeir Björnsson, Ágúst F. Hafberg frá
Norðurál og Haukur Einarsson frá Mannvit. Undir lið 2. mætti elsti árgangur leikskólans
Skýjaborgar ásamt Berglindi Bergsdóttir kennara. Einnig sat fundinn Sigurbjörg Ósk
Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi.
Nefndarmál
1 Fundur með aðilum Norðuráls vegna skipulags og starfsleyfis - Mál nr.
1403023
Norðurál óskar eftir að fá að kynna og ræða annars vegar framleiðsluaukningu
Norðuráls sem hefur í för með sér breytingu á starfsleyfi og hins vegar nauðsynlegar
breytingar á deiliskipulagi lóðar Norðuráls.
Fulltrúar frá Norðurál kynntu ofangreind mál.
2 Umhverfisnefnd grunnskólasviðs Heiðarskóla og leikskólasviðs Skýjaborgar -Mál nr. 1402027
Eldri deild leikskólasviðs Skýjaborgar kom á fund USN nefndar.
USN nefnd veitir leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar Umhverfisverðlaun vegna
ársins 2013 fyrir metnaðarfullt starf á sviði umhverfismála. Leikskólinn fékk afhent
umhverfisvæn vasaljós í verðlaunaskyni.
3 Samantekt frá íbúaþingi. - Mál nr. 1310030
Verkefnið er áfram í vinnslu hjá nefndinni.
4 Til umsagnar frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á
Reykjavíkurflugvelli (heildarlög, yfirstjórn og ábyrgða Alþingis), 217. mál. -Mál nr. 1402042
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um
skipulags- og mannvirkjamál á Reykjvíkurflugvelli.
Lagt fram.
5 Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagnaumhverfi er
varðar uppkaup á landi, 277. mál. - Mál nr. 1403015
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar
um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi.
Lagt fram.
6 Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á
Fjöllum, 276. mál. - Mál nr. 1403014
Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar
um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum.
Lagt fram
7 Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir GMR Endurvinnsluna ehf. - Mál nr.
1310018
Umhverfisstofnun hefur veitt starfsleyfi fyrir GMR Endurvinnsluna ehf.
Starfsleyfi og bréf Umhverfisstofnunar lagt fram. Nefndin kallar eftir svörum UST við
athugasemdum nefndarinnar.
Skipulagsmál
8 Boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026. - Mál nr. 1401033
Samráðsfundur Skipulagsstofnunar varðandi lýsingu landsskipulagsstefnu var haldinn
í Borgarnesi 27. feb. sl. Arnheiður Hjörleifsdóttir var fulltrúi sveitarfélagsins á þeim
fundi.
Arnheiður kynnti stöðu vinnu landsskipulagsstefnunnar og það sem fram fór á
fundinum.
9 Lýsing deiliskipulags Glyms í landi Stóra Botns - Mál nr. 1311008
Nefndin felur formanni að fylgjast með málinu.
Nefndin áréttar að ekki er verið að vinna að deiliskipulagi fyrir svæðið.
10 Breyting aðalskipulags á Grundartanga-austursvæði - Mál nr. 1311026
Frestað til næsta fundar.
11 Aðalskipulagsbreyting stefnumörkunar á iðnaðarsvæði á Grundartanga -Mál nr. 1403029
Frestað til næsta fundar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
12 Brekkubær - Vestra Miðfell - Viðbygging - Mál nr. 1403020
Sótt er um stækkun á bústað úr 23 m2 í ca 48 m2 í Brekkubæ í landi Vestra Miðfells
lnr.133215.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í
samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er
í gildi deiliskipulag á umræddu svæði.
13 Glammastaðir - Stofnun lögbýlis - Mál nr. 1403022
Glammastaðir ehf eða VALZ ehf óska eftir stofnun lögbýlis í landi Glammastaða og
mun nýtast undir nytjaskógrækt.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis en bendir á eftirfarandi atriði:
-þinglýsingarvottorð er of gamalt.
-landamerki eru ekki staðfest af eigendum aðliggjandi lands.
-umsókn er í nafni Glammastaða en fyrirtækið með nýtt nafn.
14 Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25 - Mál nr. 1403002F
Lagt fram og kynnt. AH vék af fundi undir lið 1.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:04 .