Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen ritari og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi, ritaði fundargerð.
Auk þess sat Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi fundinn.
Einnig sátu fundinn nemendur úr umhverfisnefnd Heiðarskóla ásamt starfsfólki undir lið 1.
Nefndarmál
1 Umhverfisnefnd Heiðarskóla 1-10 bekkur - Mál nr. 1402027
Umhverfisnefnd Heiðarskóla 1-10 bekkur kom á fund USN nefndar.
Nefndirnar fræddu hvora aðra um störf sín og fram fóru almennar umræður.
USN nefnd veitir leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar Umhverfisverðlaun vegna
ársins 2013 fyrir metnaðarfullt starf á sviði umhverfismála.
Skólinn fékk afhent umhverfisvæn vasaljós í verðlaunaskyni.
2 Samantekt frá íbúaþingi. - Mál nr. 1310030
Unnið áfram úr niðurstöðum íbúðarþings.
1) USN-nefnd leggur til að gerður verði sérstakur flipi um umhverfismál á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Þar verði haldið utan um upplýsingar, skýrslur, heimildir og önnur gögn sem varpað geta ljós á stöðu umhverfisgæða í Hvalfjarðarsveit, sbr. samþykkt nefndarinnar frá 20. febrúar 2012.
2) USN-nefnd felur skipulagsfulltrúa að boða þá aðila sem sinna mengunarmælingum vegna umhverfisvöktunar á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga á fund nefndarinnar.
Það væru aðilar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands,
Tilraunastöð HÍ á Keldum og Matís.
3) USN-nefnd felur SAF og BH að hefja undirbúning að vinnu við drög að stefnu í samgöngumálum fyrir Hvalfjarðarsveit.
Framkvæmdarleyfi
3 Skil á starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar ehf. - Mál nr. 1402015
Umhverfisstofnun óskar eftir að fyrir liggji staðfesting Hvalfjarðarsveitar á að
líparítnámum í Hvalfirði hafi verið skilað á fullngæjandi hátt.
USN felur skipulagsfulltrúa að taka saman gögn málsins og leggur til að fengin verði
sérfræðingur í umhverfismálum til að fara á vettvang og skoða aðstæður og gera grein
fyrir stöðu mála á næsta fundi USN.
Skipulagsmál
4 Boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026. - Mál nr. 1401033
Sveitarstjórn vísaði erindi til USN nefndar þar sem boðin er þátttaka í
samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026.
USN nefnd leggur til að AH verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar og SAF til vara.
5 Matslýsing-Kerfisáætlun 2014-2023 - Mál nr. 1310045
Svar við athugasemd Hvalfjarðarsveitar vegna matslýsingar kerfisáætlunar 2014-2023
Erindi lagt fram.
6 Aðalskipulag á Grundartanga. - Mál nr. 1311026
Vinnuhópur um breytingu aðalskipulags á Grundartanga sat fund á Skipulagsstofnun
þann 28. jan sl. og hélt vinnufund þann 3. feb. sl.
Gerð er grein fyrir stöðu vinnunnar.
7 Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð á Litlasandi - Mál nr. 1401020
Máli var frestað á síðasta USN nefndar fundi. Lögð eru fram lýsing að tillögu
deiliskipulags fyrir olíubirgðastöð á Litla-Sandi sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
USN nefnd leggur til að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og
Umhverfisstofnunar áður en tekin verði ákvörðun um að kynna lýsingu fyrir
almenningi sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
8 Aðalvík - Stofnun lóðar - Aðalvík 1 - Mál nr. 1402020
Sótt er um að stofna íbúðarhúsalóð í landi Aðalvíkur lnr. 211189. Umrædd lóð er utan
þynningarsvæðis.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Aðalvíkur 1 að því
gefnu að neysluvatn og aðkoma sé tryggð.
9 Ferstikla 1 - Stofnun lóðar - Ferstikla 3 - Mál nr. 1402002
Sótt er um að stofna 0,8ha lóð úr landi Ferstiklu 1, lnr.133168.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Ferstiklu 3 úr landi
Ferstiklu að því gefnu að neysluvatn og aðkoma sé tryggð.
10 Hlíð - Smáhýsi mhl.XX - Mál nr. 1402021
Sótt er um að byggja smáhýsi, 33,5 m2 að stærð í landi Hlíðar lnr.133179.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í
samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er
í gildi deiliskipulag á umræddu svæði.
11 Leynir - umsókn um byggingarleyfi - Mál nr. 1402025
Sótt er um að byggja 195,9 fm2 íbúðarhús ásamt bílgeymslu á lóð Leyni í landi
Hrafnabjarga (landnr.133185). Á Hrafnabjörgum eru tvö íbúðarhús. Heimilt er samkv.
aðalskipulagi að reisa 4 íbúðarhús á jörð.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í
samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er
í gildi deiliskipulag á umræddu svæði.
12 Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24 - Mál nr. 1402003F
Lagt fram og kynnt.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:00.