Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson
aðalmaður.
Daníel Ottesen , ritaði fundargerð.
Einnig sat fundinn Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir skiplagsfulltrúi.
Nefndarmál
1 Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis. -Mál nr. 1312039
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis. Land
Leirárskóga er 217,6 ha. Landinu fylgir vatnsréttindi bæði fyrir kalt og heitt vatn. Eitt
frístundahús er á landinu.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um stofnun
lögbýlis í landi Leirárskóga.
2 Gjaldskrárhækkun - Skipulags- og byggingarfulltrúi - Mál nr. 1309012
Breyting á gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar og auglýsa í B-deild
Stjórnartíðinda.
3 Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og opinber kynning óbyggðanefndar á þeim. -Mál nr. 1312031
Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og opinber kynning óbyggðanenfdar á þeim.
Kröfur lagðar fram og kynntar. Ríkið gerir ekki kröfu á land í Hvalfjarðarsveit.
4 Samantekt frá íbúaþingi. - Mál nr. 1310030
Afgreiðslu var frestað á síðasta USN nefndarfundi-32.
AH og SAF kynntu hugmyndir. Nefndin felur AH að gera minnisblað um málið sem
nefndin vinnur með.
5 Til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun, 102. mál. - Mál nr. 1312028
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar
um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plstpokanotkun, 102. mál.
USN nefnd gerir ekki athugsemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.
6 Til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál. - Mál nr. 1401009
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar
um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál. Umsögn skal berast eigi síðar en 23. janúar nk.
Lagt fram.
7 Vatnasvæðisnefnd 4. - Mál nr. 1202044
Stöðuskýrsla um stöðu vatnsmála á Íslandi hefur verið gefin út.
Skýrsla lögð fram og kynnt.
Fyrirspurnir
8 Könnun varðandi landnotkun í dreifbýli - Mál nr. 1401004
Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis er að vinna að undirbúningi
umfjöllunar um landnotkun í dreifbýli í landsskipulagsstefnu 2015-2026. Óskað er
eftir að sveitarfélagið svari könnun er varðar landnotkun í dreifbýli.
USN nefnd samþykkir svör við könnun ráðuneytisins.
9 Ölver 9 - Viðbygging - Mál nr. 1401018
Lögð er fram fyrirspurn vegna stækkunar sumarhúss um 25m2. Núverandi sumarhús er 55m2. Stækkun og útlitsbreyting er óveruleg. Í gildi er deiliskipulag er nefnist Ölver og Móhóll. Þar sem engir skilmálar fylgja deiliskipulagi gildir byggingarreglugerð frá 1992 er heimilar 60 m2 hús á frístundalóð.
Ekki er heimilt að veita byggingarleyfi fyrir ofangreindri stækkun þar sem hún
samræmist ekki byggingarreglugerð frá 1992. Heimilt verður að veita byggingarleyfi
að undangenginni grenndarkynningu á lóðum 5,6,17 og 26 enda er um að ræða
óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem
heimilað byggingarmagn verður 80m2.
Framkvæmdarleyfi
10 Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir losun efnis í flæðigryfju á Grundartanga. -Mál nr. 1312019
Elkem sækir um framkvæmdaleyfi fyrir losun efnis í flæðigryfju á Grundartanga.
USN nefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt til Elkem fyrir losun efnis í
flæðigryfju á Gundartanga sbr. fyrirkomulagi sem lýst er í bréfi dags. 2. desember
2013 til Umhverfisstofnunar frá Elkem Ísland ehf. og Norðuráli Grundartanga ehf..
Framkvæmdaleyfi gildir þar til afmarkað svæði Elkem í flæðigryfju er full nýtt. Gerð
verður áfangaúttekt að hálfu sveitarfélagsins einu sinni á ári og skal framkvæmdaaðili greiða tilheyrandi kostnað vegna hennar skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Kostnaður við framkvæmdaleyfi er ákveðið kr. 73.400,-
11 Umsókn um framkvændaleyfi fyrir losun efnis í flæðigryfju á Grundartanga. -Mál nr. 1312018
Norðurál Grundartangi ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir losun efnis í flæðigryfju á Grundartanga.
USN nefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt til Norðuráls Grundartanga ehf.
fyrir losun efnis í flæðigryfju á Gundartanga sbr. fyrirkomulagi sem lýst er í bréfi
dags. 2. desember 2013 til Umhverfisstofnunar frá Elkem Ísland ehf. og Norðuráli
Grundartanga ehf. Að því gefnu að Norðurál leggi fram leiðrétt gögn.
Framkvæmdaleyfi gildir þar til afmörkuð svæði Norðuráls Grundartanga ehf. í
flæðigryfju er full nýtt. Gerð verður áfangaúttekt að hálfu sveitarfélagsins einu sinni á ári og skal framkvæmdaaðili greiða tilheyrandi kostnað vegna hennar skv. gjaldskrá
sveitarfélagsins. Kostnaður við framkvæmdaleyfi er ákveðið kr. 73.400,-
Skipulagsmál
12 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. - Mál nr. 1303014
Móttekin er afgreiðsla og umsögn athugasemdar Hvalfjarðarsveitar við tillögu að
Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Athugasemd Hvalfjarðarsveitar leiðir ekki til
breytingar á aðalskipulagi Reykjvíkur.
Lagt fram.
13 Skipulagsfulltrúar sem skráðir eru hjá Skipulagsstofnun í desember 2013. -Mál nr. 1401002
Skipulagsstofnun hefur gefið út bækling "Skipulag byggðar og mótun umhverfis.
Hvernig getur þú haft áhrif?"
Bæklingur lagður fram.
14 Steinsholt,gestahús - Mál nr. 1401017
Óskað er eftir að breyta notkun á garðávaxtageymslu í gestahús. Framkvæmdin
samræmist gildandi aðalskipulagi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í
samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á umræddu svæði.
15 Tillaga L og H lista: Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. -Mál nr. 1308017
Lögð fram lýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020
er varðar landbúnaðarsvæði.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði umsagnar um lýsinguna og hún
kynnt íbúum sveitarfélagsins sbr. 4.2.4. gr. skipulagsreglugerðar 90/2013.
16 Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð á Litlasandi - Mál nr. 1401020
Lögð eru fram drög að tillögu deiliskipulags fyrir olíubirgðastöð á Litla-Sandi.
Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
17 Hólslundur - Stofnun lóðar - Mál nr. 1311071
Sótt er um að stofna 2,03 ha lóð úr landi Hóls Lnr.133182. Lóðin er afmörkuð sem
2,13 ha því inn í þessari lóð er 0,1 ha lóð undir frístundarhús með Lnr.133183. 2,03 ha lóðin er ætluð til útivistar og uppgræðslu.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Hólslundar þegar búið
er að gera grein fyrir aðkomu og vatnsöflun Hólskots.
18 Saurbær - Lindamelur - Stofnun lóðar - Mál nr. 1401015
Umsókn um stofnun lóðar í landi Saurbæjar. Lóðina mun Hvalfjarðarsveit leigja vegna vatnsveitumála.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Lindamelur í landi
Saurbæjar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:00 .