Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.
Daníel Ottesen , ritaði fundargerð.
Einnig sátu fundinn Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi og Guðný Elíasdóttir byggingarfulltrúi.
Nefndarmál
1 Fyrirhuguð niðurfelling Héraðsvega af vegaskrá. - Mál nr. 1310023
Erindi barst frá Vegagerðinni dags. 11. okt. 2013 um fyrirhugaða niðurfellingu
Skálatangavegar nr. 5050-01 H af vegaskrá.
Nefndin leggst gegn erindi Vegagerðarinnar. Nefndin bendir á að fyrirhuguð er
uppbygging á jörðinni Skálatanga.
2 Kröfulýsingarfrestur fjármála- og efnahagsráðherra á svæði 8 vestur framlengdur. - Mál nr. 1303001
Óbyggðanefnd tilkynnir að orðið hefur verið við beiðni fjármála- og efnahagsráðherra um framlengdan frest til 1. desember nk. til að lýsa þjóðlendukröfum á svokölluðu svæði 8, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að undanskildum fyrrum Kolbeinstaðahreppi ásamt Langjökli. Bréf lagt fram
Lagt fram. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að boða Óðinn Sigþórsson á fund
nefndarinnar.
3 Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir GMR Endurvinnsluna ehf. - Mál nr. 1310018
Tillaga lögð fram og kynnt
Usn nefnd óskar eftir umsögn sérfræðings um starfsleyfið. Jafnframt fer nefndin fram á að Umhverfisstofnun og Vinnueftirlit geri úttekt á starfseminni, mengun frá henni og aðbúnaði starfsfólks. Ennfremur er það mat nefndarinnar að umgengni á lóð fyrirtækisins er ábótavant.
Fyrirspurnir
4 Garðavellir 10 - Stigi ofan í fjöru - Mál nr. 1310037
Eigandi íbúðarhús við Garðavelli 10 leggur inn fyrirspurn þess efni að mega setja stiga frá göngustíg ofaní fjöru, til að auðvelda aldraðri móður sinni að komast þangað.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en bendir bréfritara á að í gildi er deiliskipulag Kross, 1. áfangi frá 2005 með síðari breytingum. Ekki er hægt að veita byggingarleyfi fyrir stiga fyrr en fyrir liggur breyting deiliskipulags um staðsetningu hans.
Skipulagsmál
5 Eyrarskógur 101 - Mál nr. 1308006
Byggingarleyfisumsókn var vísað til USN nefndar af 20. afgreiðslufundi
byggingarfulltrúa. Lóð Eyrarskógur 101 er ekki til á samþykktu deiliskipulagi
Eyrarskógar í landi Eyrar Gera þarf breytingu á deiliskipulagi Eyrarskógar svo hægt verði að veita umrætt byggingarleyfi.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi
Eyrarskógar sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að fara yfir deiliskipulög Eyrarskógar og Hrísabrekku.
6 Matslýsing-Kerfisáætlun 2014-2023 - Mál nr. 1310045
Matslýsing-Kerfisáætlunar 2014-2023 lögð fram. Leggja þarf fram athugasemdir eða ábendingar fyrir 30. nóv. nk. og senda á landsnet@landsnet.is
USN nefnd bendir á að skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er ekki stefnt að fjölgun háspennulína í sveitarfélaginu, en frekar verði horft til þess að leggja háspennustrengi í jörðu eða auka flutningsgetu núverandi háspennulína með hærri spennu. Enn fremur að háspennulínur sem koma inn í sveitarfélagið að austanverðu og liggja að Brennimel liggi samsíða Sultartangalínu 3 að eins miklu leyti og mögulegt er eða þær lagðar í jörð. Nefndin beinir því einnig til Landsnets að skoðaðir séu kostir þess að leggja strengi í sjó þar sem það er hægt og því verður við komið til samanburðar við aðra kosti. Það mun þá væntanlega hafa áhrif á kafla 5.4.1 um umhverfisþætti haf- og strandsvæða.
7 Fjárrekstur í gegnum Hafnarsel. - Mál nr. 1310001
Borist hefur umsögn frá minjaverði Vesturlands þar sem gerð er grein fyrir því að á svæði þar sem reisa á brú yfir Hafnará. Minjavörður bendir á að mæla þurfi allar greinanlegar fornleifar og hnitsetja í ISN93 og birta umfang þeirra á uppdrætti ásamt ráðfsöfunum til verndar.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir byggingarleyfi brúar yfir Hafnará sbr. 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að útbúa viðeigandi skipulagsuppdrátt þar sem gerð er grein fyrir staðsetningu mannvirkis og fornleifa. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna ofangreint mál í samráði við minjavörð.
8 Lýsing deiliskipulags Glyms í landi Stóra Botns - Mál nr. 1311008
Lögð er fram lýsing deiliskipulags Glyms í landi Stóra Botns. Umrætt svæði er
skilgreint sem áttúruverndarsvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 þar sem það er á Náttúruminjaskrá
Málinu frestað. Nefndin óskar eftir öllum gögnum sem málið varðar og mun jafnframt boða landeigendur á næsta fund nefndarinnar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
9 Mótel Venus - Stækkun lóðar - Mál nr. 1310043
Guðmundur Hall Ólafsson, 190348-2889. Sækir um stofnun nýrra lóðar úr landi Hafnar 2, sem verður síðan sameinuð Hafnarl.Mótel Venus. Lóðin er 4420m2 en verður 9,5ha eftir stækkun.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stækkun lóðar þar sem lóðarhafi og landeigandi er sá sami. Nefndin samþykkir erindið að því gefnu að liggi fyrir samkomulag um aðkomu að Höfn 3 sé tryggð. Nefndin bendir á að gegnum umrætt land liggur reiðleið samkvæmt aðalskipulagi.
10 Skálatangi - Viðbygging - Mál nr. 1305031
Daníel Daníelsson 040146-2299, óskar eftir að fá að byggja við íbúðarhúsið
Skálatanga 1, jörð er ekki deiliskipulögð. Íbúðarhúsið er 43,2m2 og mun stækka um 12,1m2.
USN-nefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.
11 Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 22 - Mál nr. 1311001F
Lagt fram til kynningar
Bygginarfulltrúi kynnti afgreiðslur.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.17 .