Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.
Daníel Ottesen, ritaði fundargerð.
Einnig sat fundinn Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi.
Nefndarmál
1 Kröfulýsingarfrestur fjármála- og efnahgsráðherra á svæði 8 vestur
framlengdur. - Mál nr. 1303001
Frestur fjármála- og efnahagsráðherra til að lýsa hugsanlegum þjóðlendukröfum í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að undanskildum fyrrum Kolbeinstaðahreppi ásamt
Langjökli. Bréf lagt fram
Lagt fram.
2 Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Kratus ehf. fyrir vinnslu áls úr álgjalli. -Mál nr. 1308004
Minnisblað sérfræðings Þórs Tómassonar, Mannvit, lagt fram. Í minnisblaði er rýnt í tillögu starfsleyfis Umhverfisstofnunar, vegna vinnslu á áli úr álgjalli rekstaraðilans Kratusar ehf.
Nefndin leggur til að minnisblaði verði komið til Umhverfisstofnunnar áður en
athugasemdafrestur rennur út 2.okt 2013. Enn fremur hvetur nefndin
Umhverfisstofnun til þess að fylgst sé sérstaklega með starfseminni á meðan unnið er að útgáfu starfsleyfis. Bæði hvað varðar losun og umgengni.
3 Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2013 - Mál nr. 1309013
Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2013 til umfjöllunar.
Frestað til næsta fundar.
4 Teigarás - Stækkun lóðar - Mál nr. 1308020
Sótt er um að stækka lóðina Teigarás með skika úr lóð Áshamars 2 um 1510 m2.
USN nefnd legggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun skika úr lóð Áshamars 2 og sameina við Teigarás. Að gefnu samþykkji beggja aðila.
5 Skilti á bílastæði norðan Hvalfjarðarganga - Mál nr. 1308021
Akraneskaupstaður 410169-4449 sækir um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á skiltum á bílastæði við Hvalfjarðargöng. Haft verður samráð við Vegagerðina um endanlega staðsetningu skiltanna.
USN nefnd samþykkir byggingarleyfi skiltanna með fyrirvara um samþykki
Vegagerðar.
6 Hlíðartröð 3 í landi Svarfhóls - Jarðhýsi, niðurgrafnir gámar - Mál nr. 1308001
Lögð er fram fyrirspurn um hvort heimilt sé að setja niður 2 stk. af 20 feta gámum sem verða huldir mold og grasi. Í gildi er deiliskipulag sem tók gildi 1980. Engir skilmálar eru til og gildir því byggingarreglugerð 177/1992 varðandi byggingarskilmála.
USN nefnd leggst gegn fyrirhugaðri framkvæmd þar sem hún samræmist ekki
byggingarreglugerð 177/1992.
7 Gjaldskráhækkun - Skipulags- og byggingarfulltrúi - Mál nr. 1309012
Tillaga um breytingar á gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúaembættis
Hvalfjarðarsveitar.
Málinu frestað til næsta fundar.
Skipulagsmál
8 Metanorkuver í Melasveit. - Mál nr. 1210071
Dofri Hermannson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf. og Stefán Gíslason frá UMÍS hafa óskað eftir að fá að kynna fyrirhugað Metanorkuver í Melasveit áður en farið er í formlegt skipulagsferli fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Dofri kynnti fyrirhugaða starfsemi og svaraði spurningum nefndarmanna.
9 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. - Mál nr. 1303014
Skipulagsfulltrúa var falið að yfirfara auglýsta tillögu Aðalskipulags Reykjavíkur
2010-2030 og kanna samræmi á mörkum sveitarfélaganna við Aðalskipulag
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er mörkuð stefna um tvöföldun
Hvalfjarðarganga. Í tillögu aðaskipulags Reykjavíkur 2010-2030 er stefnt að 2+1
Vesturlandsvegi á Kjalarnesi en ekki lögð fram stefna um breikkun Hvalfjarðarganga.
Bent er á þetta misræmi skipulagstillagnanna sveitarfélaganna.
10 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. - Mál nr. 1306002
Verkefnalýsing og umhverfismats svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 lagt fram.
Engar athugsemdir eru gerðar við framlögð gögn.
11 Ölver 13 - Viðbygging - Mál nr. 1307024
Málinu var frestað á síðasta USN nefndar fundi. Deiliskipulag er í gildi. Engir
skilmálar eru fyrir svæðið. Umrætt skipulag tók gildi 1997 og er því stuðst við
byggingarreglugerð 177/1992 varðandi byggingarskilmála. Samkvæmt því er heimilt að byggja 60 m2 frístundahús á lóð. Innan lóðar er byggingarmagn 191,2 m2.
Byggingarleyfisumsókn varðar viðbyggingu tækja- og vélageymslu 52,25 m2 að stærð við frístundahús.
USN nefnd hafnar byggingarleyfisumsókn þar sem byggingarmagn er umfram
heimilað byggingarmagn á lóð.
12 Deiliskipulag Fornistekkur. - Mál nr. 1210049
Deiliskipulag Fornistekkur hefur verið auglýst frá 24. júlí til 4. sept 2013 sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst á auglýsingartíma.
USN nefnd óskar eftir umsögn landeiganda og sumarhúsafélagssins um
athugasemdina.
13 Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi - Mál nr. 1307003
Samantekt lykiltalna lögð fram
USN nefnd samþykkir framlögð gögn.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
14 Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 21 - Mál nr. 1309002F
Lagt fram til kynningar.
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:15 .