Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013
Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður og Sigurlín Gunnarsdóttir 1. varamaður.
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Skipulagsfulltrúi, ritaði fundargerð.
1. 1307017 - Umferðarskipulag Grundartanga
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar umferðarmerkingar á
Grundartanga.
2. 1308003 - Frumvarp um skipulagslög - bótaákvæði
Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpsdrög.
3. 1308004 - Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Kratus ehf. fyrir vinnslu áls úr álgjalli.
Nefndin leggur til að fenginn verður sérfræðingur til að rýna
starfsleyfistillöguna og að skýrsla sérfræðings verði lögð fram á næsta
fundi USN nefndar.
4. 1305010 - Úttekt á umhverfisáhrifum á Grundartanga-skýrsla.
Nefndin leggur til að sveitarstjóra verði falið að boða til sameiginlegs fundar
sveitarstjórnar, USN nefndar og fulltrúum Faxaflóahafna.
5. 1305001 - Litla-Fellsöxl. Reiðskemma
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leita meðmæla Skipulagsstofnunar í
samræmi við nýja staðsetningu stálgrindarhúss í samræmi við 1. mgr.
bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 1307024 - Ölver 13 - Viðbygging
Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
7. 1303014 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.
Skipulagsfulltrúa falið að yfirfara tillöguna og kanna samræmi á mörkum
sveitarfélaganna við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
8. 1307002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20
Lagt fram.
AH vék af fundi kl. 17:00
Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:25 .